fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Svona búa ráðherrarnir

Tveir búa í blokkaríbúð en aðeins einn á landsbyggðinni – Bjarni Ben býr í dýrustu eigninni – Allir ráðherrarnir 11 eru í skráðri sambúð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu ráðherrar tóku sæti í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í vikunni. Í þeim hópi eru nokkrir sem nýsestir eru á þing og hafa ekki verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. DV kannaði, með því að skoða opinberar upplýsingar, hvar og hvernig þessir ellefu ráðherrar búa. Tveir búa í Garðabænum en fimm í Reykjavík. Aðeins einn er skráður með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins en það er Kristján Þór Júlíusson, sem er með lögheimili á Akureyri. Einn býr í Hafnarfirði og tveir í Kópavogi.

DV tekur í dag saman staðlaðar upplýsingar um ráðherrana. Meðalaldur þeirra er 47 ár. Sá elsti er 61 árs, Benedikt Jóhannesson, en sá yngsti 29 ára, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Ráðherrarnir eru allir í skráðri sambúð, samkvæmt Þjóðskrá.

Til gamans tók DV saman skráð fasteignaverð eignanna, en allir búa þeir í eigin íbúð. Ekki fæst séð að neinn þeirra sé á leigumarkaði. Fasteignaverð gefur þó ekki nema grófa hugmynd um verðgildi eignarinnar.

Þorsteinn Víglundsson, nýskipaður félags- og jafnréttismálaráðherra stendur í stórræðum. Hann hefur búið í glæsilegu einbýlishúsi í Garðabænum en seldi það nýlega á um 130 milljónir króna. Hann mun afhenda húsið þann 25. janúar og því má segja að hann hafi í nógu að snúast, en auk flutninga tekst hann nú á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti í ríkisstjórn.

Ráðherrarnir búa flestir í sérbýli, ef Óttarr Proppé og Þordís Kolbrún eru undanskilin, þau búa í fjölbýlishúsi. Þá býr Björt Ólafsdóttir í raðhúsi og Sigríður Andersen í parhúsi. Enginn ráðherranna býr austan Elliðaáa, ef Akureyringurinn Kristján Þór er undanskilinn, en hann hefur væntanlega aðsetur sunnan heiða.

Vel fer á því að forsætisráðherrann, Bjarni Benediktsson, búi í þeirri eign ráðherranna sem hefur hæsta fasteignamatið en það hleypur á rúmum 130 milljónum króna. Að meðaltali eru fasteignirnar skráðar á rúmar 70 milljónir, samkvæmt fasteignamati.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson

Staða: Forsætisráðherra
Aldur: 46 ára
Afmælisdagur: 26. janúar
Maki: Þóra Margrét Baldvinsdóttir
Búsettur: Bakkaflöt, Garðabæ
Fermetrar: 451
Fasteignamat: 130.550.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson

Staða: Fjármála- og efnahagsráðherra
Aldur: 61 árs
Afmælisdagur: 4. maí
Maki: Vigdís Jónsdóttir
Búsettur: Selvogsgrunn, Reykjavík
Fermetrar: 397
Fasteignamat: 91.700.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Óttarr Proppé
Staða: Heilbrigðisráðherra
Aldur: 48 ára
Afmælisdagur: 7. nóvember
Maki: Svanborg Þórdís Sigurðardóttir
Búsettur: Garðastræti, Reykjavík
Fermetrar: 114
Fasteignamat: 43.450.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Staða: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Aldur: 51 árs
Afmælisdagur: 4. október
Maki: Kristján Arason
Búsett: Mávahrauni, Hafnarfirði
Fermetrar: 419
Fasteignamat: 87.200.000 kr.


Kristján Þór Júlíusson

Staða: Mennta- og menningarmálaráðherra
Aldur: 59 ára
Afmælisdagur: 15. júlí
Maki: Guðbjörg Ringsted
Búsettur: Ásvegi, Akureyri
Fermetrar: 332
Fasteignamat: 50.850.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðlaugur Þór Þórðarson

Staða: Utanríkisráðherra
Aldur: 41 árs
Afmælisdagur: 19. desember
Maki: Ágústa Þóra Johnson
Búsettur: Logafold, Reykjavík
Fermetrar: 197
Fasteignamat: 48.650.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jón Gunnarsson

Staða: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Aldur: 60 ára
Afmælisdagur: 21. september
Maki: Margrét Halla Ragnarsdóttir
Búsettur: Austurkór, Kópavogi
Fermetrar: 236
Fasteignamat: 71.700.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Björt Ólafsdóttir

Staða: Umhverfis- og auðlindaráðherra
Aldur: 33 ára
Afmælisdagur: 2. mars
Maki: Birgir Viðarsson
Búsett: Hvassaleiti, Reykjavík
Fermetrar: 245
Fasteignamat: 61.650.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sigríður Á. Andersen

Staða: Dómsmálaráðherra
Aldur: 45 ára
Afmælisdagur: 21. nóvember
Maki: Glúmur Jón Björnsson
Búsett: Hávallagötu, Reykjavík
Fermetrar: 127
Fasteignamat: 59.900.000 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þorsteinn Víglundsson

Staða: Félags- og jafnréttismálaráðherra
Aldur: 48 ára
Afmælisdagur: 22. nóvember
Maki: Lilja Karlsdóttir
Búsettur: Stórakri, Garðabæ
Fermetrar: 347
Fasteignamat: 111.700.000 kr.
*Þorsteinn og Lilja seldu eignina á 131 milljón og munu afhenda hana 25. janúar næstkomandi.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Staða: Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Aldur: 29 ára
Afmælisdagur: 4. nóvember
Maki: Hjalti Sigvaldason Mogensen
Búsett: Furugrund, Kópavogi
Fermetrar: 85
Fasteignamat: 27.100.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta