Linda Pétursdóttir athafnakona
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Linda Pétursdóttir
285.581 kr. á mánuði
Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Baðhússins, dvaldi þónokkuð erlendis á síðasta ári. Á vef Hringbrautar sagði:
„Eftir að Baðhússið fór í gjaldþrot gaf heilsan sig enn frekar og læknir ráðlagði Lindu að fara út í hitabeltisloftslag. Hún hefur dvalið í Kaliforníu nálægt Mexíkó og hefur breytt lífi sínu verulega og náð góðri heilsu.“
Þangað fór hún að læknisráði en Linda hefur í áratugi glímt við svæsna liðagigt sem veldur henni miklum kvölum.
Hitinn stuðlar að bættri líðan fegurðardrottningarinnar en helst vill hún að hitastigið sé í kringum 35–40 gráður.
Linda kláraði diplómanám í heilsuráðgjöf fyrir nokkru og hefur síðan unnið að því að bæta lífsstíl fólks á öfgalausan hátt.
Uppfært: Linda Pétursdóttir deilir frétt DV og segir:
„Og í allan vetur og í allt sumar, hef ég staðið í þeirri meiningu að ég væri heima hjá mér á Álftanesi. En hvað veit ég?!“
Í upphaflegu útgáfu umfjallarinnar sagði að Linda dveldi nú í Kaliforníu. Hið rétta er að Linda dvaldi þar á síðasta ári samkvæmt frétt á Hringbraut. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.