Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona og söngkona
435.225 kr. á mánuði
Fiskverka- og baráttukonan Jónína Björg Magnúsdóttir öðlaðist landsfrægð árið 2015 þegar hún sendi frá sér lagið Sveiattan. Þar jós hún úr skálum reiði sinnar yfir stjórnendur HB Granda en Jónínu var algjörlega misboðið þegar hún og samstarfsfólk hennar fékk íspinna í bónus fyrir metafköst í frystihúsinu á Akranesi.
Á svipuðum tíma hafði stjórn HB Granda ákveðið arðgreiðslur til eigenda upp á 2,7 milljarða króna. Jónínu var ekki skemmt yfir þessu, sem von er.
Nú er staðan sú að landvinnslu HB Granda á Akranesi var lokað á þessu ári og atvinna fjölda fólks, þar á meðal Jónínu, er í uppnámi.