Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar
1.145.53 kr. á mánuði
Hin skeleggi leikskólakennari og stofnandi Hjallastefnunnar, Margrét Pála Ólafsdóttir, tók við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins á árinu 2016 eftir 187 milljóna tap af rekstrinum árið á undan. Margrét stofnaði Hjallastefnuna árið 2000 til að reka leikskólann Hjalla í Hafnarfirði sem hún hafði stýrt í rúman áratug. Í dag rekur Hjallastefnan 19 skóla samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Nemendurnir eru tæplega 2.000 og starfsmenn rúmlega 500. Margrét Pála er alltaf að koma með ferskar hugmyndir inn í leikskólastarfið og nú síðast skapaðist umræða um nýstárlega þvottaþjónustu fyrir foreldra barna í Hjallastefnuskólunum.