fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

„Þegar maður hefur átt svo náinn sálufélaga er erfitt að missa hann“

Vonar að Guðmundur fylgist með – „Ég trúi á æðri mátt“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristbjörg Kjeld er heiðursverðlaunahafi DV, en í áratugi hefur hún verið í hópi ástsælustu leikara þjóðarinnar. Hún fagnar 60 ára leikafmæli í ár, lék fyrst í Þjóðleikhúsinu 1957 á sínu öðru ári í leiklistarskólanum.

Kristbjörg ræðir ferilinn í einlægu viðtali í helgarblaði DV. Hér að neðan birtist stuttur kafli úr viðtalinu þar sem Kristbjörg ræðir um eiginmann sinn, Guðmund Steinsson, sem lést árið 1996.


Kristbjörg giftist Guðmundi Steinssyni árið 1962. Hún átti einn son og saman ættleiddu þau stúlku frá Kólumbíu, Þórunni. Hún segir að það hafi bara verið gott fyrir hjónabandið að þau Guðmundur voru bæði á listasviðinu.

Guðmundur var leikskáld, það hlýtur að hafa verið nokkuð strembið í jafn litlu samfélagi.

„Í byrjun var það mjög erfitt. Hann hélt sínu striki og leikrit hans hafa verið sýnd víða. Mér finnst magnað að þetta áratuga gamla verk sem við erum að sýna núna skuli vera nánast eins og það hafi verið skrifað í dag.“

Guðmundur lést árið 1996. „Þegar maður hefur átt svo náinn sálufélaga er erfitt að missa hann,“ segir Kristbjörg.

Í byrjun sagðirðu að vonandi væri Guðmundur þarna einhvers staðar að fylgjast með. Trúirðu því eða vonarðu það?

„Ég vona, já. Og ég trúi á æðri mátt. En ég iðka ekki trúna þannig að ég sé kirkjurækin eða eitthvað slíkt.“

Þú ert þá kannski dæmigerður Íslendingur hvað þetta varðar?

„Já, nákvæmlega.“

Hversu lengir heldurðu að þú munir halda áfram að leika?
„Ég hugsa ekkert um það, læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni. Ég lifi í núinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu