fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Tístið kom í bakið á Loga

Aðstandendur Myrkra músíkdaga létu Loga Bergmann bragða á eigin meðulum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann er þekktur hrekkjalómur og hefur strítt ótal vinum sínum í gegnum tíðina. Það kom því vel á vondan á dögunum þegar aðstandendur Myrkra músíkdaga gerðu rækilega at í Loga.

Forsaga málsins er sú að Logi og vinkona hans, Margrét Marteinsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri á Ríkisútvarpinu, hafa árum saman gert grín sín á milli að Myrkum músíkdögum. „Okkur finnst þetta svo fyndin samkoma því þetta er svo mikið ekki okkar stöff. Þetta byrjaði sem einhver brandari, Margrét að spyrja mig hvað ég ætli að sjá á Myrkum þetta árið og alls konar pælingar sem spunnust út úr því sem er ótrúlega fyndið því ég tengi nákvæmlega ekkert við þetta,“ segir Logi í samtali við DV.

Logi tísti síðan í fyrra eftirfarandi: „Shit hvað mér finnst alltaf fyndið þegar fólk að spila nútímatónlist þykist vera að spila eftir nótum. #myrkirmúsíkdagar“. Þetta skens fór greinilega ekki framhjá aðstandendum hátíðarinnar sem ákváðu að skjóta til baka.

Ætlar auðvitað að fara

Eiginkona Loga, Svanhildur Hólm, lýsti því á Facebook að hún hefði verið að keyra heim á dögunum þegar hún heyrði auglýsingu í útvarpinu um Myrka músíkdaga. Í auglýsingunni var klykkt út með þessum orðum: „Hlökkum til að sjá þig og Loga Bergmann“. „Ég fékk póst um daginn þar sem sagt var að ég ætti hátíðarpassa og gæti boðið einhverjum með. Svo kom þessi útvarpsauglýsing sem var auðvitað stórkostleg. Ég var í sminki, að fara að lesa fréttir, þegar Svanhildur hringdi í mig og hálf gargaði á mig. Ég vissi ekki hvað hefði gerst, ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir börnin, henni var svo mikið niðri fyrir,“ segir Logi hlæjandi.

Logi er ákveðinn í að fara enda kann hann að meta gott grín. „Mér finnst þetta ógeðslega fyndið. Ég ætla auðvitað að fara og taka Möggu með, sjá eitthvert stórkostlegt stöff sem ég tengi ekkert við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu