fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Helga Vala:Stórglæponinn fékk ekki að hringja í mömmu

Gagnrýnir stefnu í fíkniefnamálum – „Mikilvægt að stöðva brotaferilinn“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 11. júlí 2016 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrr í sumar var ungur stórglæpamaður staðinn að verki við iðju sína um miðja nótt í miðborg Reykjavíkur. Sem betur fer náði vökull öryggisvörður að átta sig á hvaða óafturkræfi glæpur var að fara að eiga sér stað þarna og hringdi í lögregluna sem brást hratt við.“

Þannig hefst pistill á Vísi eftir Helgu Völu Helgadóttur lögmann sem fjallar um ungan „stórglæpon.“ Óhætt er að fullyrða að þar gagnrýni lögmaðurinn refsistefnu þegar kemur að fíkniefnamálum, eða neysluskömmtum. Þær raddir verða æ háværari sem vilja taka upp aðra stefnu þegar kemur að fíkniefnamálum og vilja afglæpavæða einkaneyslu á fíkniefnum. Þá hafa Píratar sagt að einkaneysla sé heilbrigðisvandamál, ekki vandamál dómstóla.

Helga Vala heldur áfram:

„Stórglæpamaðurinn, sem setið hafði við iðju sína, reis á fætur og bjóst til ferðar enda vildi hann síður lenda í vandræðum þarna um miðja nótt, einn síns liðs, með lögregluna allt um kring. Sem betur fer náði lögreglan að yfirbuga glæponinn, skella honum niður á jörðina og festa hendur í járn. Var hann því næst dreginn inn í lögreglubíl og skutlað upp á lögreglustöðina við Hlemm, enda mikilvægt að stöðva brotaferilinn.“

Fékk ekki að hringja í mömmu

Helga Vala segir að glæponinn búi í foreldrahúsum. Hann hafi óskað eftir að hringja í móður sína svo hún myndi ekki óttast um son sinn. Það fékk hann ekki, að sögn Helgu Völu, sem segir lögregluna hafa tjáð piltinum að móðirin kynni því líklega illa að vera vakin upp um miðja nótt.

„Ungi stórglæpamaðurinn fékk því að dúsa í leyni í fangaklefa næstu 10 klukkustundir,“ segir Helga Vala og ljóst að með þessari sögu vill hún að tekin verði um breytt stefna í þessum málaflokki.

„Sá glæpur sem kallaði á svo fumlaus vinnubrögð lögreglu og öryggisvarðar var að ungi stórglæponinn var við það að kveikja sér í jónu, tóbaksblönduðu maríjúana, sem hann hafði keypt sér á djamminu. Annað gerði hann ekki og glæpurinn því jónan í brjóstvasanum. Við skulum vona að lögreglan hafi ekki horft framhjá öðrum og stærri glæpum á meðan hún fangelsaði þennan stórglæpamann í sumarnóttinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“