fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Þór keppti í Biggest Loser: „Okkur hefur flestum gengið illa að viðhalda árangrinum“

Segir þáttinn eyðileggja heilsu þátttakenda

Kristín Clausen
Laugardaginn 18. júní 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við Þór Viðar Jónsson en hann tók þátt í fyrstu þáttaröðinni af íslenskri útgáfu raunveruleikaþáttarins Biggest Loser árið 2013. Þór missti tæplega 50 kíló meðan á keppninni stóð. Hann endaði í fimmta sæti í og í öðru sæti í heimakeppninni. Tæpum tveimur árum síðar var hann þó aftur kominn á byrjunarreit. Í dag sér Þór mikið eftir því að hafa tekið þátt í þættinum. Hann segir prógrammið heilsuspillandi og vill að hætt verði að framleiða þættina á Íslandi.

Flestum gengur illa að viðhalda árangrinum

Þór er 42 ára og bjó í Kanada í 25 ár. Hann flutti til Íslands árið 2011 og vill hvergi annars staðar vera. Þegar Þór tók ákvörðun um að skrá sig í Biggest Loser var hann kominn inn á Reykjalund þar sem hann var í undirbúningi fyrir hjáveituaðgerð á maga. Hann ákvað slá því á frest og taldi að með því að taka þátt myndi honum loksins takast að umbreyta lífsstílnum og lifa heilbrigðu lífi til frambúðar.

En sú varð ekki raunin. Þór er aftur byrjaður í undirbúningi fyrir hjáveituaðgerð en hann fer í aðgerðina í september. Hann er bjartsýnn á að hún hjálpi honum að losna við aukakílóin í eitt skipti fyrir öll.

„Ég tók ákvörðun um að fara í Biggest Loser af því að þetta er vinsæll sjónvarpsþáttur og ég hélt að mörgum hefði gengið vel. En svo er ekki. Það er þannig að 90 til 95 prósent þeirra sem fara í megrunarkúra enda á verri stað.“

Þór bætir við: „Við keppendurnir í fyrstu seríunni erum eins og fjölskylda í dag. Okkur hefur flestum gengið illa að viðhalda árangrinum. Aðeins örfáir hafa náð að halda sínu striki eftir að þættinum lauk.“

Þyngjast eftir þátttöku í Biggest Loser

Þór byggir gagnrýni sína ekki einungis á eigin reynslu heldur komu út niðurstöður rannsóknar í vor þar sem þátttakendum í áttundu seríu bandarískrar útgáfu þáttanna var fylgt eftir í sex ár eftir að keppninni lauk.

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það hægði mjög á efnaskiptum keppenda meðan á keppni stóð og eftir að henni lauk. Það gerir að verkum að erfitt er að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma. Nánast allir keppendurnir sem tóku þátt í rannsókninni þyngdust aftur eftir að hafa misst tugi kílóa. Margir voru sömuleiðis orðnir þyngri en áður en þættirnir hófust.
Ástæðan er einföld. Líkaminn bregst við með því að hægja á brennslunni þegar manneskja sem hefur verið í mikilli ofþyngd missir tugi kílóa á skömmum tíma. Það sem kom rannsakendum mest á óvart var að eftir því sem árin liðu og keppendur þyngdust jókst brennslan ekki aftur. Því þurfa þeir sem hafa létt sig á slíkum ógnarhraða að innbyrða töluvert færri hitaeiningar en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu