fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Arna Bára sendir skilaboð á eiginkonur dónakalla: „Vá hvað það eru margir með sjúklega ljót typpi“

„Þeir sem senda mér eru oft strákar sem eru á föstu og trúlofaðir, jafnvel giftir“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2016 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Bára Karlsdóttir er Playboy fyrirsæta, rekur sitt eigið fyrirtæki, ferðast um heiminn til að hitta fræga ljósmyndara og býr með unnustanum Heiðari Árnasyni. Í löngu viðtali sem verður birt síðar í dag kveðst Arna Bára vera komin með nóg af typpamyndasendingum sem hún fær reglulega

Arna Bára segir:

„Já, ég lendi rosalega mikið í því að fá svona myndir. Sú síðasta kom í skilaboðum gegnum mína persónulegu Facebook síðu, frá manni sem var búinn að vera á vinalistanum mínum síðan 2012. Hvernig dettur þeim þetta í hug? Ég stofnaði líka Snapchat aðgang um daginn og auglýsti það á Facebook í 5 mínútur – þá fóru tippamyndirnar að streyma. Þeir sem senda mér eru oft strákar sem eru á föstu og trúlofaðir, jafnvel giftir. Ég er mjög hörð við þá og tek alltaf skjáskot og sendi helst á konurnar þeirra með þeim skilaboðum um að þær vilji kannski vita hvað kærastinn eða pabbi barna þeirra sé að gera þegar þær sjá ekki til. Svo blokka ég þessa gaura og tilkynni þá tafarlaust.“

Það sem hefur komið Örnu Báru á óvart er hversu mikið er til að ljótum typpum í heiminum.

„Ég hef kannski verið svona ótrúlega heppin með mína tippasögu, en vá hvað það eru margir með sjúklega ljót tippi. Mér finnst þetta í raun kynferðisleg misnotkun – að pína manneskju til að sjá kynfærin á þér. Um leið og þeir senda myndina eru þeir bara orðnir ógeðslega krípí. Ég hef engan áhuga á að sjá ókunnugt tippi og kannski bumbu og loðinn pung í leiðinni. Oj bara!“

Þá segist Arna Bára ekki vita um neina konu sem hafi gaman að þessum sendingum. Þær séu ekki fyndnar og aðeins ógeðslegar. „Ég er ekki að segja að tippi séu ógeðsleg yfir höfuð, bara þau sem ég hef ekki beðið um að sjá. Það á ekki að þröngva þessu upp á mig eða neina aðra konu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“