fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Baldur fór í nudd Kambódíu: „Hann togaði niður sérsniðnu netabrækurnar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. nóvember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir 20 mínútur af hreinsunareldinum var komið að andlitspartinum og hann bað mig um að leggjast á bakið, sem ég gerði. Þarna kom menningarmunurinn einna skýrast fram. Í Kambódíu er þetta kallað andlitsnudd. Á Íslandi er þetta kallað slagur.“

Svo skrifar Baldur Ragnarsson, gítarleikari Skálmöld, í opinni stöðufærslu á Facebook. Baldur er á ferðalagi og lýsir í stöðuuppfærslunni upplifun sinni af nuddstofu í Kambódíu, sem hann og konan hans, Vera Líndal Guðnadóttir, heimsóttu. Þau þurftu á nuddinu að halda eftir níu tíma rútuferð.

Í færslunni, sem fimm hundruð manns hafa líst yfir ánægju sinni með, er að finna sprenghlægilega lýsingu Baldurs á upplifuninni. Hann viðurkennir í upphafi að hann hafi litla reynslu af nuddi. Þau völdu 60 mínútna bak- og herðanudd „með dass af andliti“. Þau gátu valið hvaða svæði yrðu helst nudduð og hvað skyldu forðast. „Svo valdi maður styrkleika. Vera valdi medium. Ég valdi strong.“

„Eftir smá lappasnertingu og te náði nuddarinn í mig. Hann var ca 160 á hæð, mjóróma og virkaði mjög brothættur. Ég ákvað strax að þetta yrði medium í mesta lagi. Hann teymdi mig inn í nuddherbergið. Hann spurði mig hvort ég vildi fara í sturtu. Það var mjög fallega gert af honum af því að við vissum báðir að ég var fullkomlega ógeðslega ógeðslegur. Ég sagði já, fyrst og fremst af því að ég vildi að fjölskyldan hans fengi sama mann í hendurnar í kvöld og fór út úr húsi í morgun. Eftir sturtuna lagðist ég svo á bekkinn með andlitið í gatið og andaði að mér lótuslyktinni úr balanum sem var fyrir neðan.“

Hafði rangt fyrir sér

Alvaran tók fljótt við að sögn Baldurs. „Svo var ræs. Hann togaði niður sérsniðnu netabrækurnar sem hann lét mig hafa og byrjaði nuddið í rólegheitum. Ég hugsaði strax „jamm, aumt, medium rare í mesta lagi“. Hann strauk upp hrygginn með óþolandi mikilli mýkt margoft og alltaf þegar hann byrjaði stroku renndi hann þumlunum upp rassskoruna á mér. Verandi óvanur viðurkenni ég að ég hugsaði um það hvort ég hefði óvart hakað í happy ending en svo reiknaði ég bara með því að þetta væri einhver nuddlenska, frítt spil, svipað því að klappa einhverjum á rassinn á Cross-fit æfingu.“

Eftir fimm mínútna nudd hélt hann að þetta yrði bara svona. Þar hafði hann rangt fyrir sér. „Eftir létta stroku frá rassgati upp að hálsi ýtti hann mér með einni leiftursnöggri hreyfingu langleiðina niður í gólf. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig hann gerði það en hann gerði það.

Ég veit ekki í hverju brakaði mest en það var blanda af mér, honum, bekknum og mögulega grunninum í húsinu. Ég komst fljótlega að því að ég gat ekki andað þannig að ég endurstaðsetti hausinn í gatinu, setti hökuna aðeins undir mig og sannfærði sjálfan mig um að ég væri með þetta. Þetta breytti engu, barkakýlið lokaðist á bekknum við hverja snertingu, sama hvað ég reyndi.“

Þá náði hann í kolin

Hann segir að eftir korters hnoð hafi hann verið orðinn alveg dofinn. „Ég [var] alveg hættur að finna fyrir nokkru og var bara nokkuð sáttur við það, taldi mig þá kominn yfir versta hjallann. Það var rangt. Þá náði hann nefnilega í kolin. Held ég allavega, ég sá þau aldrei en ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið brennandi kol. Bakið á mér gjörsamlega logaði og herbergið fylltist af lykt sem á venjulega að gera mann svangan.“

Hann segist hafa fundið fyrir kolunum í tvær mínútur. Þá hafi hann dofnað aftur. Nuddarinn spurði hann „með brothættu kurteisu röddinni sinni“ hvort allt væri í lagi. „Ég sagði „everything is fantastic“. Það var gisk, ég hafði ekki hugmynd um það. Ég hefði getað fjarað út af innvortis blæðingum á nokkrum mínútum. Hann hefði getað verið búinn að flaka mig niður að geirvörtum og ég hefði aldrei vitað af því. En þegar maður biður um strong þá þarf maður að halda kúlinu,“ skrifar hann.

Þá tók andlitsnuddið við.

Menningarmunurinn

„Eftir 20 mínútur af hreinsunareldinum var komið að andlitspartinum og hann bað mig um að leggjast á bakið, sem ég gerði. Þarna kom menningarmunurinn einna skýrast fram. Í Kambódíu er þetta kallað andlitsnudd. Á Íslandi er þetta kallað slagur. Hann stóð beisiklí yfir mér í 15 mínútur og barði mig í klessu. Á launum. Og hann var enginn aukvisi, ég hefði sent hann á hvaða Ýdalaball sem er án þess að hika.

Síðustu 5 mínúturnar notaði hann svo í að og klappa mér á öxlina, svona „mikið ert þú búinn að vera duglegur“ klapp.
Svo fékk ég aftur te. Algjör snilld. Ég sumsé mæli eindregið með strong-nuddi í Kambódíu. Það væri samt mun heiðarlegra af þeim að sleppa því að setja Spa framan á húsið og setja frekar Liebherr.
Já og Vera er öll önnur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið