fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fókus

Kristinn Rúnar minnist bróður síns: „Mér voru send skilaboð að handan“

Vill halda minningu bróður síns á lofti – trúir ekki á tilviljanir

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 19. október 2016 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk sem sagt fyrirboða, tilfinningu á undan fréttunum sem ekki margir upplifa á lífsleiðinni hef ég heyrt, sem betur fer. Við vorum svo nánir að mér voru send skilaboð að handan líklega, að hann væri farinn. Ég trúi því að það hafi verið til þess að undirbúa mig fyrir áfallið sem var fram undan. Þrátt fyrir það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi en þegar ég fékk svo fréttirnar u.þ.b. klukkustund síðar, að heimurinn hafi hrunið.“

Þetta segir Kristinn Rúnar Kristinsson í einlægum pistli á Pressunni þar sem hann minnist bróður síns, Guðna Rúnars Kristinssonar. Guðni lést í flugslysi í Kanada árið 2007, aðeins 22 ára gamall. Guðni var að taka síðasta flugtímann og hafði sett stefnuna heim til Íslands daginn eftir. Guðni var einnig mikill hjólabrettagarpur og þótti einn besti „skeitari“ landsins. Þá hafði hann sem barn og unglingur þótt ákaflega efnilegur samkvæmisdansari.

Kristinn Rúnar skrifar á einlægan og fallegan hátt um Guðna bróður sinn. Guðni var hvers manns hugljúfi. Góður vinur Guðna lýsti honum með þessum hætti:

„Hann kappkostaði að vera góður við alla. Hann sagði oft við mig að sér þætti mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir bræður sína því honum þótti svo vænt um þá og þeir litu upp til hans.“

Þótti afar efnilegur
Þótti afar efnilegur

„Hann sagði oft við mig að sér þætti mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir bræður sína því honum þótti svo vænt um þá og þeir litu upp til hans.“

Kristinn Rúnar hefur vakið athygli fyrir pistla sína en hann hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið ötull baráttumaður fyrir vitundarvakningu um geðsjúkdóma. Þegar Kristinn fékk hinar sorglegu fregnir var hann staddur í öðru landi, nánar tiltekið á Benidorm á Spáni með félögum sínum. Kristinn kveðst ekki trúa á tilviljanir og telur að bróður sínum hafi verið ætlað stærra hlutverk á öðrum stað líkt og hann orðar það. Kristinn segir að fyrri parturinn af deginum örlagaríka hafi verið afar skemmtilegur. Síðan helltist yfir hann þungi og sorg án þess að hann gæti greint af hverju það stafaði. Hann hafði verið að horfa á knattspyrnuleik í góðra vina hópi en eftir leikinn rölti hann einn um borgina. Gleðin snerist upp í sorg þó að enn væri ekki búið að færa honum fregnir af andláti Guðna.

„Söknuðurinn og minningarnar um bróður minn streymdu yfir mig og mig langaði að slaufa ferðinni strax og halda heim á leið. Hann hafði verið að læra atvinnuflug í þrjá mánuði í Kanada því það var mun ódýrara en hér heima og einn af hans bestu vinum býr þar. Ég og Guðni áttum að koma til Íslands með dags millibili næstu daga á eftir.“

„Þrátt fyrir það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi en þegar ég fékk svo fréttirnar u.þ.b. klukkustund síðar, að heimurinn hafi hrunið. Þetta var þyngsta og versta augnablik lífs míns og ég staddur fjarri fjölskyldu minni ofan á það. Að fara síðan í flug tveimur dögum eftir að bróðir manns deyr í flugslysi, ósofinn 36 tímana á undan, var rosalega erfið upplifun.“

##Tveir Íslendingar í vélinni

Guðni Rúnar og Davíð Jónsson lögðu af stað í ágústmánuði árið 2007 í fjögurra sæta Cessnu 172 frá Pine Meadows-flugvelli í norðvestur Kanada. Í vélinni voru kanadískir vinir þeirra, Elliot Malmann og Leuh Gibson. Guðni Rúnar flaug vélinni en hún hrapaði í bröttum fjalladal í þéttu skóglendi nærri Squamish. Vélin festist á hvolfi í trjánum. Guðni Rúnar lést en Elliot slapp með lítil sem engin meiðsl. Honum tókst á ótrúlegan hátt að draga bæði Davíð og Leug úr flakinu. Var Elliot hampað sem hetju í fjölmiðlum vestanhafs. Í fréttum stöðvar Stöðvar tvö sagði um slysið:

„Elliot segir það hafa komið sér á óvart hversu snarlega hann hafi brugðist við. Hann muni eftir því sem hann sá en hljóð, tilfinningar og annað séu gleymd. Þegar flugvélin hafi skollið niður hafi blóð streymt í höfuð hans og eðlishvötin ráðið för. Hann hafi ekki getað skilið þau eftir í flakinu. Eldsneyti hafi lekið út um allt. Einn neisti og þá hefði öllu lokið.“

Jón Gunnar Jónsson faðir Davíðs tjáði sig við DV stuttu eftir slysið.

„Það virðist sem Davíð sonur minn muni ná sér til fulls, það er í raun og veru kraftaverk því flugvélin er mikið skemmd. Það er hins vegar hræðilegt áfall að Guðni hafi látist því þetta var afar myndarlegur og efnilegur maður.“

„…á sama tíma eru þau harmi slegin yfir fráfalli Guðna Rúnars.“

Níu klukkustundir liðu frá því að vélin hrapaði þar til fólkinu var bjargað. Elliot dró Davíð, sem hékk á hvolfi í öryggisbelti, út úr vélinni og bar hann niður að á sem rennur um hundrað metrum frá slysstaðnum. Til að komast niður þurftu þeir að klifra niður bratta kletta, en Davíð var alblóðugur og með marga opna skurði á líkamanum. Elliot kom Davíð fyrir við árbakkann og batt um sár hans, því næst sneri hann til baka og braut rúðu á flugvélinni til að ná kærustu sinni út. Hún var handleggsbrotin og gegnblaut í bensíni sem lekið hafði úr skrokki vélarinnar. Í þriðju ferðinni reyndi Elliot að ná Guðna Rúnari út úr vélinni, en tókst ekki. Þegar Elliot sneri aftur niður að ánni þar sem félagar hans lágu, hlúði hann að þeim og gerði tilraunir til að veifa björgunarsveitarþyrlum sem leituðu þeirra. Sjö klukkustundum eftir að vélin hrapaði fundust þau, en tvo klukkutíma til viðbótar tók að ná þeim heilum á húfi upp í þyrluna.

Guðni Rúnar var reyndur flugmaður og hafði dvalið í Kanada í þrjá mánuði til að safna flugtímum. Þetta átti að verða síðasta flugferð hans áður en hann sneri aftur til Íslands.

„Davíð og Lena voru bæði lögð inn á sama sjúkrahús og Elliot hefur komið að heimsækja þau, það er mikill kærleikur meðal þeirra og gleði yfir því að vera á lífi, á sama tíma eru þau harmi slegin yfir fráfalli Guðna Rúnars.“

Minnast efnilegs pilts

Kristinn segir: Þessi mynd er tekin fyrir hans hinsta flug, 18.08.07´. Maður er ekki ennþá búinn að fá svör frá almættinu af hverju hann var tekinn frá okkur 22 ára gamall í blóma lífsins. Ástæðan hlýtur að vera sú að honum voru ætlaðir stærri hlutir annars staðar.
Síðasta myndin Kristinn segir: Þessi mynd er tekin fyrir hans hinsta flug, 18.08.07´. Maður er ekki ennþá búinn að fá svör frá almættinu af hverju hann var tekinn frá okkur 22 ára gamall í blóma lífsins. Ástæðan hlýtur að vera sú að honum voru ætlaðir stærri hlutir annars staðar.

Sorgin var mikil en Guðna er lýst sem ljúfum, rólegum og duglegum ungum manni sem passaði vel upp á systkini sín og vildi vera þeim góð fyrirmynd. Hann var efnilegur samkvæmisdansari, þótti einn besti hjólabrettagarpur landsins og stefndi á að verða atvinnumaður í flugi og fannst hann hafa fundið sinn stað í tilverunni.

Kristinn Rúnar minnist bróður síns á hlýjan hátt og segir hann hafa styrkt sig í baráttunni fyrir að vekja athygli á geðsjúkdómum. Í pistlinum kveðst Kristinn ekki trúa á tilviljanir og telur að stærra hlutverk hafi beðið Guðna á öðrum stað og vill halda minningu hans á lofti.

„Hann var sagður fyrsti pro skeitarinn hér á landi og var gríðarlega áhugasamur, alltaf með tvö sjónarhorn að taka upp. Hann gaf út skeitmyndina Á brotnu teili sem vakti athygli,“ segir Kristinn í samtali við DV.

Vill halda minningu bróður síns á lofti

Passaði vel uppá systkini sín og vildi vera þeim fyrirmynd
Passaði vel uppá systkini sín og vildi vera þeim fyrirmynd

Þá segir Kristinn Rúnar í pistlinum:

„Ég áttaði mig á því á þeim tíma að þetta er líklega aðeins eitt líf af fjölmörgum lífum sem við höfum lifað saman, rosaleg fortíðarþrá mín hefur líka mikið að segja um þessa afstöðu mína. Einnig fann ég fyrir ömmum mínum og öfum, ég þurfti á styrk þeirra að halda á erfiðu tímabili. Ég hugsa til Guðna oft á dag og hvernig lífi hann myndi lifa ef hann væri enn á meðal vor.“

„Ég held samt að þessi skrif mín munu ekki breyta mjög miklu varðandi afstöðu fólks, það þarf að finna þetta hjá sjálfu sér en kannski fæ ég einhverja til þess að hugsa til baka um eitthvað sem hefur gerst í lífi þeirra og þau sjá að það var ástæða fyrir því en ekki tilviljun.“

Kristinn segir einnig að hann geri sér grein fyrir að ekki séu allir sammála þessu viðhorfi, það sem vakir fyrir honum með pistlinum sé að vekja fólk til umhugsunar og halda minningu bróður síns á lofti. Þess vegna hafi hann einnig útbúiðmyndband sem hann birti á Youtube til minningar um bróður sinn sem sjá má hér fyrir neðan. Þá má finna minningarsíðu Guðna á Facebook hér.

Hér mál lesa pistilinn í heild sinni

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=qZb_-oy_asw&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan

Birgitta Líf birti mynd inni á klósetti og var harðlega gagnrýnd – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“
Fókus
Fyrir 1 viku

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna