fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Niðurlægð í atvinnuviðtali

„Ef ég hefði vitað að þú værir fötluð hefði ég nú ekki boðið þér í viðtal“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 12. október 2016 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er á leiðinni í atvinnuviðtal á leikskóla í Reykjavík. Ég geng í áttina að skólalóðinni, finn fyrir kvíðahnút í maganum og reyni að búa mig undir það að aðstæður gætu mögulega orðið óþægilegar, sem gerist stundum þegar að fólk er ekki meðvitað um fötlun mína.“

Á þessum orðum hefst pistill eftir Hrafnhildi Kristbjörnsdóttur sem hefur ítrekað verið mismunað vegna fötlunar sinnar, en hún er hreyfihömluð. Hún kveðst sjálf, að mörgu leyti, líta á fötlun sína sem kost frekar en ókost. Þá sérstaklega vegna þess að fatlaðir búa yfir margvíslegri reynslu, þekkingu og menntun sem nýtist vel á atvinnumarkaði. Auk þess sem þeir hafa innsýn inn í reynsluheim sem ófatlaðir hafa ekki.

Óásættanlegt að þurfa að fela fötlun sína

Í pistlinum sem birtist á Tabú.is greinir Hrafnhildur frá niðurlægjandi upplifun þegar hún mætti í atvinnuviðtal sem var algjörlega í takt við hennar menntun og áhugasvið. Hún segir það glatað og óásættanlegt að þurfa að fela fötlun sína til að eiga tækifæri á því að komast í atvinnuviðtal.

Líkt og áður segir fjallar pistillinn um misheppnað atvinnuviðtal sem hófst á þeim orðum að leikskólastjórinn, sem tók Hrafnhildi í viðtalið, sagði við hana:

„Ef ég hefði vitað að þú værir fötluð hefði ég nú ekki boðið þér í viðtal“

Hrafnhildur lýsir erfiðum tilfinningum sem hún upplifði í viðtalinu sem var vandræðalegt og niðurlægjandi þar sem allir sem sátu fundinn vissu að Hrafnhildur ætti ekki séns vegna fötlunar sinnar.

Hrósað fyrir dugnað

„Í lok viðtalsins skoðar hún ferilskrána mína og kynningabréfið sem fylgdi og spurði mig síðan út í fötlun mína og hrósaði mér fyrir það hvað ég væri dugleg,“ segir Hrafnhildur í pistlinum og bætir við:

„Mikið ertu dugleg, þú með svona flotta menntun, en hvað það er mikil synd að þú getur ekki notað menntunina þína, ha…“ bætti hún við blákalt. Aðstoðarleikskólastýran grípur inn í og gerir tilraun til að bæta upp fyrir orð leikskólastýrunnar. Enn þann dag í dag er ég ekki viss um hvað hún átti við með þessum orðum.“

Þá segir Hrafnhildur enn fremur í pistlinum.

„Kæra leikskólastýra, ég vona að þú hafir lært mannasiði síðan að ég hitti þig síðast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel