fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Röng útgáfa send út: Örlitlar efnislega breytingar á Ófærð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. febrúar 2016 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er lítillega frábrugðinn efnislega,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, en þau mistök áttu sér stað í gær að röng útgáfa var send út af sakamálaþættinum Ófærð sem var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Um var að ræða sjöunda þáttinn í þessari seríu sem hefur fengið fádæma áhorf sé miðað við áhorfstölur Gallup.

Skarphéðinn segist ekki kunna að útskýra nákvæmlega hver munurinn var, „þetta var dálítið tæknilegs eðlis, útgáfan sem um ræðir var öðruvísi klippt og svona einhver blæbrigðamunur á þessu,“ útskýrir hann.

Í yfirlýsingu á vefsíðu RÚV segir Gunnar Örn Guðmundsson, yfirmaður tæknisviðs hjá RÚV:

„Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi. Það olli því að röng útgáfa af þættinum rataði í loftið og við hörmum það mjög, sérstaklega þar sem við höfum mikinn metnað fyrir hönd þessarar frábæru þáttaraðar. Rétta útgáfa er og verður hins vegar í boði nú og næstu tvær vikurnar í gegnum endursýningu og Sarpinn okkar.”

Þá voru einnig gerð mistök þegar heimildarmynd Ingólfs Bjarna Sigfússonar, Á flótta, var sýnd í gærkvöldi.
Við þetta má bæta að rétt útgáfa verður sýnd á RÚV í kvöld, klukkan 23:15 og á fimmtudagskvöld klukkan 23:05. Þá verður hún aðgengileg á Sarpinu og í gegnum VOD-þjónustu Vodafone og Símans.

Þetta er í annað skiptið sem tæknileg mistök uppgötvast í kringum Ófærð, en áður voru gerðar athugasemdir við hljóð þáttanna, og var það lagað að sögn RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“