fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Fókus
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 19:30

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaður, sem virðist ekki mikill stuðningsmaður Trump forseta, segist á samfélagsmiðlinum Reddit hyggja á Íslandsferð. Hann óttast hins vegar að fá slæmar viðtökur hér á landi vegna þjóðernis síns.

Maðurinn segist sjá fyrir sér að koma til Íslands í mars eða apríl næstkomandi:

„Verður komið fram við mig af virðingu eða eiga allir eftir að hata mig?“

Hann tekur sérstaklega fram að aðgerðir stjórnvalda í heimalandinu veki hjá sér hreinan viðbjóð og maðurinn virðist því ekki mjög hallur undir Trump forseta og hans fólk. Viðkomandi nefnir þó ekki eitthvað ákveðið í því samhengi.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn sem hyggja á Íslandsferð lýsa yfir slíkum áhyggjum.

Bandarískur ferðamaður óttast reiði Íslendinga – „Erum við enn þá velkomin?“

Bandaríkjamaður óttast að vera ekki velkominn á Íslandi – „Hvernig er best að falla inn í hópinn?“

Þessir ferðamenn voru fullvissaðir um að þeir þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fá slæmar viðtökur á Íslandi vegna þjóðernis síns og það sama á við í þessu tilfelli.

Ekki tala um pólitík

Einkum eru það aðrir Bandaríkjamenn sem hafa nýlega ferðast til Íslands sem tjá landa sínum að þeir hafi fengið góðar viðtökur á Íslandi. Þeir veita honum hins vegar nokkur ráð til að tryggja það að honum verði vel tekið á Íslandi.

Best sé að haga sér kurteislega og falla ekki inn í staðalímyndina um hinn hávaðasama og dónalega bandaríska ferðamann. Einnig sé gott að klæðast ekki neinu sem gefi til kynna stuðning við Trump og hans stefnu og best sé raunar að forðast alfarið umræðu um stjórnmál við heimamenn en það sé þó ólíklegt að aðstæður til samræðna af því tagi verði fyrir hendi. Einn bendir þó á að það séu ekki allir á Íslandi mótfallnir stefnu Trump.

Einhverjir benda honum hins vegar á að erfitt geti verið að vera fullkomlega viss um að ekkert muni breytast í þessum efnum þangað til hann kemur til landsins og vísa þar í stanslausar hótanir Trump og hans fólks um að hernema Grænland.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“