fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Fókus

Fékk saumavélina hjá mömmu sinni lánaða og lét reyna á gamlan draum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 28. september 2025 09:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Kata Hreiðarsdóttir, betur þekkt sem Katla í Systur og makar, er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

Katla hefur staðið í eigin rekstri í sautján ár en þrátt fyrir það sem margir halda þá er Katla ekki menntuð sem fatahönnuður. Hún er með diplómanám í búðarhönnun og sölusálfræði í Danmörku. Hún er einnig með BA-gráðu í innanhúshönnun.

Hér að neðan má lesa textabrot upp úr þættinum en þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Katla rifjar upp þegar hún stofnaði fatamerkið Volcano Design.

„Sumarið 2008 kom ég aftur til Íslands og sótti um starf hjá arkitektarstofu sem ég hafði unnið hjá áður. Það var hálfpartinn hlegið, það var bara: Guð blessi Ísland og gangi ykkur vel. Þá var kreppan skollin á og ekki séns að fá vinnu aftur þar,“ segir Katla.

Katla ákvað að láta reyna á gamlan fatahönnunardraum frá því að hún var í menntaskóla og fékk saumavél lánaða frá mömmu sinni og hófst handa.

„Þetta átti bara að vera eitt sumar og svo ætlaði ég að fara aftur til Barcelona og klára námið mitt og verða innanhúshönnuður […] En ég hef hitt á einhverja smá æð og ég gerði flíkur sem fittuðu vel inn í og viðskiptavinirnir vildu meira.“

Katla kláraði námi og hélt rekstrinum gangandi á Íslandi frá Barcelona. „Og svo keyrði ég bara áfram af fullum krafti þegar ég kom til landsins,“ segir hún.

Þetta gekk vel og endaði Katla með að opna verslun eftir að hún flutti aftur heim. Hún hlær þegar hún segir frá því að þrátt fyrir að vera ennþá að borga námslánin þá hafi hún aldrei starfað sem innanhúshönnuður.

Reksturinn gekk vel, fyrst opnaði hún verslun á Skúlagötu og færði sig síðan á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir nánar frá þessu tímabili í rekstrinum í þættinum og Vendingnum sem var mjög vinsæl vara hjá henni sem fékk hönnunarvernd, en það breytti því ekki að sumir reyndu að stela hönnuninni og selja.

Hún segir einnig frá því hvernig hún og systir hennar, María Krista, fengu hugmyndina að samstarfi og að opna búð saman yfir vel köldu og ljúffengu hvítvínsglasi eitt kvöldið og voru komnar með húsnæði næsta dag. Þær opnuðu verslunina Systur og makar, fyrst á Akureyri og síðan í Reykjavík. Verslunin fyrir norðan lokaði fimm árum seinna en verslunin í Reykjavík blómstraði og er nú í Síðumúlanum.

Árið 2019 keypti Katla systur sína úr fyrirtækinu og ræðir hún nánar um það tímabil og breytingar sem eru að eiga sér stað núna í þættinum sem má hlusta á hér.

Fylgdu Kötlu á Instagram @systurogmakar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún og Árni ræða um skömmina í kringum pegging – „Eitthvað þarna sem karlmönnum finnst spennandi“

Guðrún og Árni ræða um skömmina í kringum pegging – „Eitthvað þarna sem karlmönnum finnst spennandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Berta lýsir því hvernig er að vera einhleyp í Reykjavík – Þetta gerist eftir að klukkan verður hálf fjögur um nótt

Berta lýsir því hvernig er að vera einhleyp í Reykjavík – Þetta gerist eftir að klukkan verður hálf fjögur um nótt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum