fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Fókus
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 10:01

Magnús Sigurbjörnsson. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Sigurbjörnsson eða Maggi Gnúsari, eins og hann er kallaður, er 36 ára úr Hafnarfirði. Hann er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum Sterk saman.

Hann ólst upp við alkóhólisma og óviðunandi aðstæður hjá móður sinni eftir að foreldrar hans skildu.

„Ég man bara öll rifrildin og öskrin þegar ég var bara barn,“ segir hann.

Maggi var þriggja ára þegar hann fékk heilablóðfall á gólfinu hjá ömmu sinni og afa. Hann man eftir að hafa farið í sjúkrabílinn en endurhæfingin er í móðu.

„Ég hélt lengi að mamma hegði verið með mér á spítalanum og þessu en það var ekki rétt, pabbi stóð þessa vakt alveg á meðan mamma bara drakk.“

Magnús. Mynd/Sterk saman

Magnús talar um að hafa tekið út sína vanlíðan á öðrum í skólanum til dæmis og verið reiður. „Ég geri mér grein fyrir því í dag að mér leið rosalega illa heima og tók það út svona, sem er hrikalegt,“ segir hann.

Magnús og tvíburabróðir hans voru teknir af mömmu sinni og settir í sveit, síðan á ákveðnum tímapunkti fluttu þeir til pabba síns, sem voru mikil viðbrigði.

Komu að móður sinni látinni

Magnús segir að neysla móður hans hafi haldið áfram og orðið verri.

Árið 2009 komu Maggi og eldri bróðir hans að henni látinni á eldhúsgólfinu.

„Við vorum sofandi og hún eitthvað að elda kjöt. Síðan kallar hún á bróður minn, sem var mjög eðlilegt þegar hún var drukkin og að taka pillur. Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni,“ segir hann.

Þetta var stórt áfall en Magnús segir þá bræður ekki hafa fengið aðstoð í kjölfarið og hafi hann leitað til áfengis til að deyfa sig og drakk hann mikið og illa næstu tíu árin.

Hlustaðu á þáttinn með Magnúsi, sem hefur haslað sér völl sem áhugaverður ljósmyndari í íslensku tónlistarsenunni, hér að ofan.

Sjá einnig: Maggi gnúsari tilkynnti um sjálfsvígstilraun á Facebook – „Þá koma þessar ljótu hugsanir um að ég sé ekki nógu góður“

Magnús ræddi um lífið, erfiðleika og baráttuna í viðtali við DV í nóvember 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu