fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Fókus
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 11:30

Mynd/Hanna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður lýsir því yfir í færslu á samfélagsmiðlum að hann sé hæstánægður með að tappar á drykkjarflöskum, á Íslandi, úr plasti séu áfastir við flöskuna. Veltir ferðamaðurinn því fyrir sér af hverju þessu fordæmi sé ekki fylgt í heimalandi hans. Ljóst er þó að margir Íslendingar eru ósammála ferðamanninum og er þvert á móti frekar illa við að hafa tappana fasta við flöskurnar.

Eins og flestir Íslendingar eflaust vita er þessi ráðstöfun ekki íslensk uppfinning heldur kemur hún með evrópskum reglum í gegnum EES-samninginn. Helstu rökin fyrir henni voru þau að tryggja yrði betur að tapparnir skiluðu sér til endurvinnslu með flöskunum.

Meðal þess sem heyra má frá þeim sem kvarta yfir þessu er að tapparnir þvælist fyrir þegar fólk drekkur úr flöskunum og að hluti innihaldsins festist í tappanum og hellist á viðkomandi.

Sá Íslendinga sem einna lengst hefur gengið í gagnrýni sinni á áfasta flöskutappa er Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári um frumvarp sem sneri meðal annars að því að ljúka innleiðingu þessara regla vildi þingmaðurinn meina að þessar reglur eyðilegðu veislur og gætu valdið ofþornun hjá eldri borgurum, sem gætu ekki opnað flöskur með áföstum töppum. Sagðist hann einnig hafa persónulega reynslu af því að flaska með áföstum tappa hefði lekið í tösku og eyðilagt muni í hans eigu. Þótti ræðan nokkuð tilfinningaþrungin.

Æðislegt

Bandaríski ferðamaðurinn sem er svona ósammála Jóni veltir því meðal annars fyrir sér hvers vegna Bandaríkjamenn geri ekki nákvæmlega það sama við sínar flöskur. „Þetta er æðislegt,“ segir ferðamaðurinn. Hann áttar sig á að þessi ráðstöfun dregur úr því að tapparnir endi einir og sér í ruslinu. Hann telur mögulega ástæðu fyrir því að þetta sé ekki gert í heimalandi hans að tapparnir séu dýrari í framleiðslu en afgangurinn af flöskunni og að þess vegna hafi fátækt fólk verið sannfært um að safna töppum til að drýgja tekjurnar. Ferðamaðurinn telur þó að íslenska leiðin í þessum efnum sé betri.

Ferðamaðurinn virðist ekki meðvitaður um að sömu reglur um flöskutappa eru í gildi í flestum Evrópuríkjum og er honum bent á þetta í athugasemdum en líflegar umræður eru um færsluna. Sumir segjast hata þetta og að erfitt geti verið að skrúfa tappana aftur á en aðrir benda á að lítið mál sé að ná töppunum af og þetta sé bara spurning um vana. Einn Bandaríkjamaður sem tjáir sig í athugasemd við færsluna virðist ekki meðvitaður um að á Íslandi eins og í mörgum Evrópuríkjum sé hægt að fara með plastföskur í endurvinnslu, þegar drukkið hefur verið úr þeim, og fá greitt fyrir. Bandarísk kona tekur umræðuna ágætlega saman í sinni athugasemd.

„Jæja, svo virðist sem að ESB-fólkið hati þetta … en okkur fannst þetta hugvitsamlegt og ef þetta dregur úr magni rusls þá eru þetta minniháttar óþægindi fyrir mér.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló