fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Donald Trump urðar yfir George Clooney – „Annars flokks leikari“

Fókus
Mánudaginn 24. mars 2025 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney fékk gagnrýni úr óvæntri átt í gærkvöldi þegar sjálfur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, urðaði yfir hann.

Tilefnið var viðtal sem Clooney veitti fréttaskýringaþættinum 60 Mínútum og var birt í gær, en þar talaði hann um frumraun sína á Broadway þar sem hann leikur blaðamanninn Edward R. Murrow í Good Night and Good Luck.

Í viðtalinu kom pólitík einnig við sögu en hann ræddi meðal annars þá ákvörðun sína að draga til baka stuðning sinn við Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna á liðnu ári.

Clooney, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Demókrötum, kallaði eftir því í fyrrasumar að Biden myndi stíga til hliðar og Kamala Harris taka við keflinu og berjast við Trump um hylli kjósenda. Í viðtalinu skaut hann einnig á ríkisstjórn Trumps og fyrstu vikurnar með hann í embætti.

Trump lét í sér heyra á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, eftir að viðtalið birtist. Sagði hann að viðtalið væri „puff piece“ – sem vísar meðal annars til umfjöllunar um frægt fólk þar sem eingöngu er einblínt á jákvæða eiginlega þess. Þá kallaði hann Clooney, sem hefur í tvígang fengið Óskarsverðlaun „annars flokks leikara“.

„Hann barðist grimmilega fyrir syfjaða Joe,“ sagði hann og vísaði í Joe Biden. „Og svo, strax eftir kappræðurnar, sparkaði hann honum eins og hundi,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði