fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Sóldís litin hornauga fyrir að vera yngst – „Ég þurfti bara að leggja harðar að mér til þess að fá þessa virðingu sem hinar stelpurnar fengu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 22. mars 2025 09:00

Sóldís Vala Ívarsdóttir tók þátt í Miss Universe í Mexíkó í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, keppti í Miss Universe í Mexíkó í fyrra. Hún var yngst af 130 keppendum og fékk alveg að finna fyrir því. Hún lítur þó jákvæðum augum á upplifunina og segir ferlipð hafa verið skemmtilegt og spennandi.

Sóldís er gestur vikunnar í Fókus og ræðir um keppnina úti í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Sóldís Vala segir frá keppninni úti og öllu ferlinu fyrir stóra kvöldið. Hún var í þrjár vikur í Mexíkó og var þetta fyrsta keppnin eftir að nýir eigendur tóku við Miss Universe.

„Þannig þetta var mjög öðruvísi þegar hinar stelpurnar voru að keppa. Eina sem ég hefði kannski viljað var að ferðast meira, en það var allaveganna ótrúlega gaman að hitta stelpurnar og vera með konum frá 130 öðrum löndum,“ segir Sóldís.

„Ég var samt hins vegar yngst þannig það var alveg smá mikil pressa. Því hinar stelpurnar voru í kringum 20-25 ára, en svo var elsta konan reyndar 40 ára, því þeir tóku aldurstakmarkið af. En það var mikil pressa því það er alveg horft mikið niður á mann ef maður er 18 ára og svona „baby“, það er alveg gert það.“

Miss Indonesia og Miss Iceland saman.

Sóldís lét það ekki stoppa sig. „Ég þurfti bara að leggja harðar að mér til þess að fá þessa virðingu sem hinar stelpurnar fengu, en annars var þetta ótrúlega gaman.“

„Ég fann alveg fyrir því að sumum konum fannst ég of ung fyrir keppnina, en maður á ekkert að taka því inn á sig. Ég var bara að reyna að sýna að aldur sýnir ekki hvað þú getur. Ég er þarna á nákvæmlega sama leveli og allar aðrar, ég vann mér inn fyrir þessu.“

Sóldís segir frá keppninni og ferlinu betur í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Sóldísi á Instagram. Þú getur einnig fylgt Ungfrú Ísland á Instagram og TikTok. Sóldís mun krýna næstu Ungfrú Ísland þann 3. apríl næstkomandi í Gamla bíó. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði
Hide picture