fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. desember 2025 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík af karlmanni finnst skammt frá Reykjanesbraut og Hörður Grímsson er kallaður á vettvang. Líkið reynist vera af fyrrverandi sjómanni sem hafði misst tökin á tilveru sinni í kjölfar alvarlegs vinnuslyss. Ýmislegt bendir til þess að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti. Hinn látni skuldaði hættulegum manni í undirheimunum og var hundeltur.

Heimspekineminn Indriði Thorarensen heillast af ungri konu sem hann spjallar við í flugvél á leiðinni heim til Íslands frá París. Hann veit ekki hvað konan heitir og missir sjónar á henni eftir að vélin lendir í Keflavík. Indriði býst við að gleyma henni en þess í stað fær hann þráhyggju og fer að leita konunnar, sem hann veit nánast ekkert um.

Hörður kemst að því að hinn látni hringdi í Neyðarlínuna skömmu áður en hann var myrtur. Svo virðist sem hann hafi orðið vitni að alvarlegri árás á unga konu, jafnvel morði. Hörður vill kanna þetta nánar en yfirmaður hans fullyrðir að símtalið hafi verið misskilningur eða gabb, lögreglan hafi þegar kannað málið og engrar konu sé saknað.

Hörður er ekki sáttur og ákveður að óhlýðnast yfirboðara sínum.
Hann er þrjóskur sem naut og vanur að fara sínar eigin leiðir.

Hin helga kvöl er þrettánda bókin um rannsóknarlögreglumanninn sérlundaða Hörð Grímsson, sem hefur fyrir löngu skipað sér í hóp allra vinsælustu skáldsagnapersóna samtímans.

Stefán Máni er einn af afkastamestu rithöfundum landsins með eina bók á ári í jólabókaflóðinu og margar um Hörð, sem aðdáendur Stefáns Mána elska með öllum hans kostum og göllum. Í þessari bók sem hefst degi eftir að síðustu bók lýkur vaknar Hörður í sumarbústaðnum sínum með fullt af ósvöruðum skilaboðum frá eiginkonunni því hann er jú enn ekki farinn heim. Í þessari bók er hann alltaf á leiðinni að hringja í konuna og/eða fara heim að sinna henni og syninum en vinnan verður alltaf ofan á. Hörður drekkur of mikið, reykir of mikið, vinnur of mikið.

Nú hef ég alls ekki lesið allar bækurnar um Hörð, þannig að ég get ekki metið hvort þessi sé sú besta eða sú versta eða í miðjunni. Bókina má lesa alveg sjálfstætt og það er ekkert sem er að trufla mann við lesturinn sem maður ætti að vita úr fyrri bókum.

Hér er einfaldlega fín glæpasaga á ferðinni beint úr undirheimum samtímans um dæmigerðan vinnuþurs sem treystir á innsæið og sjálfan sig og fer sína eigin leið til að leysa gátuna, sama hvað yfirmaðurinn röflar. Söguþráðurinn er jafn og þéttur og spennan magnast þar til lokaköflunum er náð og Stefán Máni nær að flétta þræðina saman og skila spennandi bók til lesenda. Hörkuspennandi glæpaflétta og Hörður er mikill karakter. Nú er bara að bíða og láta sig hlakka til næstu bókar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga