fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Fókus
Fimmtudaginn 30. október 2025 16:30

Ragga Nagli veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

„Konur missa sprengikraft hraðar með aldri en karlar, því við höfum lægra hlutfall af hvítu vöðvaþráðunum sem eru fyrir kraft og styrk. Þess vegna getur verið gott að skrúfa upp í ákefðinni í þolæfingum og hoppa og hamast í styttri tíma,“ segir hún og útskýrir nánar:

„Sprengiæfingar (plyometrics) eru æfingar sem stuðla að meiri krafti, hraða og snerpu og henta öllum, en passa sérstaklega konum yfir fertugt eins og flís við rass. Sprengiæfingar bæta insúlínnæmi svo glúkósinn treðst inn í vöðvafrumurnar þar sem þú þarft að nota hann í staðinn fyrir að liggja bara í leti í fitugeymslunni þar sem hann er engum til gagns. Sprengiæfingar líkjast lyftingum því þetta eru æfingar með þyngd, oft bara eigin þyngd en stundum aukaþyngd með lóð, stangir, plötu eða bara bakpoka. Þessar æfingar geta því bætt beinþéttni og dregið úr hættu á beinþynningu í konum. Þær stuðla líka að auknum vöðvamassa og krefjast betri líkamsvitundar og jafnvægis sem dregur verulega úr hættu á falli og meiðslum eftir því sem árin færast yfir.“

Hún tekur dæmi um nokkrar æfingar, en þetta þarf alls ekki að vera flókið. 15 til 60 sekúndna keyrsla með 45 til 120 sekúndna hvíld á milli.

„Hvaða hreyfing sem felur í sér stutt snörp átök blífa dúndur flott. Það má spretta úr spori í lotuþjálfun og nota hvaða maskínu sem er.
Hlaupabretti. Ski erg. Skíðavél. Róðravél. Hjól. Sund. Brekkusprettir. Jafnvel labbar eins og með sinnep í rassinum og svo hægara labb á milli. Allar konur geta gert spretti ef staurarnir virka.

Það má stíga uppá kassa. Það má hoppa niður af kassa. Hoppa á staðnum. Hoppa upp á lítinn pall. Sippa eins og vindurinn. Djöflast með kaðla. Dúndra bolta í gólf eða upp við vegg. Sveifla bjöllu. Burpees með eða án hopps. Möguleikarnir eru endalausir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés