
Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er stolt af tengdasyni sínum, Norbert Szymczyk, sem nældi sér þrjú gullverðlaun á WTKA Unified World Championships 2025.
Ásdís Rán greinir frá árangri Norbert í færslu á Facebook og birtir nokkrar myndir.


Norbert keppti fyrir pólska landsliðið en æfir í MMA Reykjavík.
„Frábær árangur hjá þessum unga íþróttamanni. Framtíðin er björt og atvinnuferillinn er greinilega handan við hornið,“ sagði hún stolt.