fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Fókus
Laugardaginn 25. október 2025 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðan kærastan mín fór á námskeið um kynlíf hefur hún orðið mjög ákveðin í svefnherberginu og er með eina kynlífsstellingu á heilanum.“

Svona hefst bréf karlmanns sem leitar ráða til Sally Land, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, sem skrifar fyrir geysivinsæla Dear Deidre dálkinn.

„Þó ég sé að fýla þetta nýja sjálfsöryggi hennar þá hef ég smá áhyggjur af því hvernig þetta heftar mig í svefnherberginu, og hvernig hún gæti skaðað mig.

Hún hafði aldrei nefnt stellinguna „öfug kúrekastelpa“ áður en núna vill hún varla gera annað.

Til að byrja með var þetta æði en nú eru tveir mánuðir liðnir og ég er orðinn þreyttur á þessu. Ég hef reynt að færa hana en hún endar alltaf með að snúa að fótunum mínum.

Fjölbreytni hlýtur að vera góð, þó svo maður finni stellingu sem maður elskar.

Ég er líka farin að hafa áhyggjur af því að þetta tengist því að hún sé að ímynda sér einhvern annan í rúminu, þar sem það er ekki ég sem hún er að horfa á þegar við stundum kynlíf í þessari stellingu.

Ég sakna nándarinnar við að horfa í augu hvors annars.

En svo hef ég líka áhyggjur af því að þetta geti meitt mig, en vinur minn sagði mér að karlmenn geta „brotið typpið“ í þessari stellingu. Er það satt?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er frábært að kærastan þín sé tilbúin að prófa nýja hluti í svefnherberginu. Þar sem þú sýndir mikinn áhuga á þessu til að byrja með þá er hún kannski að treysta aðeins of mikið á eitthvað sem hún veit að virkar.

Að reyna að skipta um stellingu í miðju kynlífi er ekki það sama og tala við hana og vera hreinskilinn.

Samskiptin ykkar eru ekki nógu góð og þú ert byrjaður að hafa alls konar áhyggjur. Talaðu við hana, ekki í svefnherberginu.

Og vinur þinn hefur rétt fyrir þér. Öfuga kúrekastelpan getur meitt getnaðarliminn, en það geta það líka allar stellingar. En það er mjög sjaldgæft. Á meðan þið talið saman, takið ykkar tíma og farið ykkur ekki að voða þá ætti þetta ekki að vera neitt vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025