Fyrrum spjallþáttastýran Ellen Degeneres gaf fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum smá innsýn af heimili hennar og eiginkonunnar Portia de Rossi.
Í myndbandinu má sjá tvo hunda hjónanna leika sér í stofunni á heimili þeirra í Cotswold á Englandi.
Stofan er stór með teppi og glerborði með fjölda bóka á. Hinu megin í stofunni er borðstofuborð fyrir átta manns, barsvæði, og stórt svæði með sófum og borði.
Stórir gluggar veita útsýni yfir ægifagurt landsvæði.
Hjónin fluttu frá Bandaríkjunum í fyrra í kjölfar kosningar Donald trump í embætti. Fyrst bjuggu þau í mánuð á landareign sem ber heitið Kitesbridge Farm, en seldu þá eign og keyptu aðra stærri til að hafa meira pláss fyrir besta De Rossi.
Hjónin tóku báðar eignirnar í gegn, þrátt fyrir að hafa aðeins búið stuttan tíma á þeirri fyrri, enda eru þær þekktar fyrir að endurbreyta fasteignum sínum. Núverandi heimili hugsa þær sem framtíðarheimili.
View this post on Instagram