Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.
Konan er 23 ára og kærastinn er 25 ára. Þau hafa verið saman í nokkra mánuði.
Hún starfar sem fylgdarkona en hann veit það ekki. „Hann er fyrsti maðurinn í langan tíma sem ég hef orðið hrifin af. En ég er hrædd um að starf mitt eigi eftir að láta hann efast um mig og ást okkar,“ segir konan.
Hún segir að hún hafi byrjað að starfa sem fylgdarkona af illri nauðsyn.
„Móðir mín, sem þjáist af þunglyndi, missti vinnuna og við vorum að fara að missa heimili okkar. Kærastinn hennar stakk upp á því að ég myndi byrja að starfa sem fylgdarkona til að þéna pening á fljótan og auðveldan hátt.
Stundum vilja viðskiptavinirnir bara stefnumót, en þegar þeir vilja meira þá fer ég með þá heim til kærasta mömmu. Þar finnst mér ég örugg, ég er með mínar eigin reglur. Þetta var frekar ógnvekjandi til að byrja með en ég er orðin vön.
Ég er græða vel á þessu og við eigum ekki lengur í hættu að missa heimili okkar. Við höfum loksins efni á mat og fötum en ég lýg þegar fólk spyr hvaðan peningurinn kemur.
Ég veit að vinnan mín telst ekki „venjuleg vinna“ en ég var ekki neydd í þetta og þetta er ekki eins skrýtið og þetta hljómar, þetta er bara merkingarlaust kynlíf.“
Konan segist hafa reynt að sækja um aðrar vinnur yfir tveggja vikna skeið en ekkert gekk.
„Nú er ég loksins búin að kynnast draumamanninum en ég er hrædd um að starf mitt setji samband okkar í hættu. Á ég að segja honum og vona það besta?“
„Það er ekki bara samband þitt sem er í hættu. Þér líður kannski eins og þú sért örugg heima hjá kærasta mömmu þinnar en þú ert það ekki. Farðu reglulega í kynsjúkdómatest.
Það er líka áhyggjuefni að hann sé að láta eins og einhvers konar melludólgur, sem er alvarlegur glæpur.
Það er ekki nóg að reyna bara í tvær vikur að leita að annarri vinnu, reyndu betur. Það verður gott fyrir þig að fá annað starf.
Þú ættir ekki að þurfa að fela stóran hluta af þér. Ég hef samt líka áhyggjur að mamma þín, einhver sem ætti að vilja það besta fyrir þig, sé að styðja þetta.“