Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og fasteignasalinn Eva Margrét Ásmundsdóttir eru gengin í það heilaga. Það gerðu turtildúfurnar svo lítið bar á þann 21. maí síðastliðinn en það kemur fram í kaupmála sem þau þinglýstu hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og var auglýstur í Lögbirtingablaðinu í byrjun vikunnar.
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá parinu en í september síðastliðnum fögnuðu þau eins árs sambandsafmæli. Ómar rekur sína eigin lögfræðistofu Esja Legal en Eva Margrét starfar hjá einni heitustu fasteignasölu landsins, Croisette – Iceland.
Ómar var áður kvæntur Margréti Ýr Valdimarsdóttur kennara og eiganda Hugmyndabankans og á með henni tvær dætur en Eva Margrét er sömuleiðis móðir tveggja drengja. Það er því líf og fjör á heimili hjónanna.