Breska flugfélagið easyJet lét gera óformlega könnun á hvað fólki þætti vera undarlegustu söfnin í Evrópu. Tvö íslensk söfn höfnuðu á listanum.
Tvö þúsund Bretar svöruðu könnuninni og mikill meirihluti þeirra sögðust áhugasamir um að heimsækja óhefðbundin lista eða menningarsöfn í ferðalagi. Það er 88 prósent.
Þetta eru 10 undarlegustu söfnin í Evrópu:
Undarlegasta safn Evrópu er reðasafnið sem hýsir mörg hundruð getnaðarlimi og hluta úr limum. Meðal annars af um 100 dýrategundum og meira að segja af huldumönnum og tröllum. 26 prósent svarenda nefndu reðasafnið.
Nokkurs konar „undirheimaparadís“ ef svo má segja. Gestir fara 500 metra ofan í jörðina til þess að skoða slorið og slímið sem leynist undir borg ljósanna.
Á þessu nöturlega safni er hægt að sjá meira en 40 pyndingatæki, tól og bekki úr sögu Hollands og Evrópu. Eins og gefur að skilja eru þau flest frá miðöldum, gullöld pyndinganna.
Á Galdrasýningunni er hægt að fræðast um íslenska galdra, galdramenn og galdrafárið á 17. öld þegar fólk var tekið af lífi fyrir minnstu sakir. Strandasýsla varð miðpunktur galdrafársins á Íslandi og því viðeigandi að safnið sé þar.
Í sólarparadísinni við Adríahaf er hægt að sjá merkar minjar frá tímum Rómverja og Feneyinga. En það er líka hægt að sjá uppstoppaða froska í alls kyns stellingum. Til dæmis froskar á skólabekk, froskar á balli, froskar að gera sirkuskúnstir og froskamömmu sem fylgist með vandlætingu þegar vonbiðlarnir breima fyrir utan glugga dóttur hennar.
Í Pínulitla safninu er allt lítið. Sumt svo lítið að það þarf beinlínis smásjá til að sjá það. Til dæmis Faðir vorið skrifað á eitt hár og tíu kameldýr sem standa á saumnál.
Hús sjónhverfinganna er tilvalið fyrir þá sem vilja ögra skilningarvitum sínum. Kynnast þrautum og sjá myndir sem virðast brjóta öll náttúrulögmál. Varúð, það er vel mögulegt að fá hausverk eða jafn vel verða flökurt ef starað er of lengi á suma gripina.
Í Edinborgarháskóla var ein fremsta læknadeild í gervöllu Bretlandi og í aldir komu skurðlæknanemar þangað til að læra að skera og pota í búka. Þurfti aukagæslu í Edinborgarkirkjugarði til að verja líkin fyrir gráðugum höndum læknanemanna. Í Skurðlæknasafningu (Surgeon´s Hall) er hægt að sjá mennskar leyfar í krukkum. Ef þú hefur áhuga á svoleiðis.
Í blíðu og stríðu? Þrátt fyrir bjartsýni í upphafi hvers ástarsambands eða hjónabands þá enda þau flest með skilnaði. Safn brotinna sambanda reynir að fanga þetta. Þar má sjá ýmsa gripi, eins og brúðarkjól, hælaskó, vasa, garðálf, exi og margt fleira. Þá er hægt að lesa um söguna um þessa gripi, sem tengjast samböndum sem eitt sinn voru.
Safn þar sem gestir eru leiddir í gegnum dimma sali af blindum eða sjónskertum leiðsögumönnum. Ferðalagið í gegnum safnið er sannkölluð brýning skilningarvitanna og samkenndarinnar.