Það eru tæplega tvær vikur síðan greint var frá skilnaði stjörnuhjónanna Nicole Kidman og Keith Urban. Greint var frá því að það hafi verið Urban sem vildi skilnaðinn og Kidman vildi reyna að bjarga hjónabandinu. Hann flutti út af heimilinu í sumar og lagði hún fram skilnaðarpappíra í lok september.
Fljótlega fóru fjölmiðlar vestanhafs að greina frá því að kántrísöngvarinn væri nú þegar byrjaður að hitta nýja konu og þess vegna hafi hann viljað binda endi á nítján ára hjónabandið.
Orðrómurinn er að nýja konan sé gítarleikarinn Maggie Baugh sem spilar með Urban. Hún er talsvert yngri en hann, hún er 25 ára en Urban er 57 ára og Kidman er 58 ára.
Sjá einnig: Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum
Hvorki Baugh né Urban hafa tjáð sig um málið en margir telja nýtt lag hennar vísbendingu um að eitthvað sé í gangi á milli þeirra.
Hún er að fara að gefa út lagið The Devil Win og deildi broti af laginu á samfélagsmiðlum. Í laginu syngur hún um að bera tilfinningar til einhvers sem hún ætti ekki að gera.
Hlustaðu á klippuna hér að neðan.
@maggiebaughThe Devil Win – 10.10 Pre-Save Link in my bio♬ original sound – MaggieBaugh
Sjá einnig: Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali