fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Fókus
Föstudaginn 10. október 2025 14:40

Supersport! og Flóni, mynd Kjartan Hreinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listahátíðin State of the Art stendur nú yfir í Reykjavík en þetta er annað árið sem hátíðin er haldin. Að hátíðinni standa Bjarni Frímann Bjarnason, Bergur Þórisson, Magnús Jóhann Ragnarsson og Sverrir Páll Sverrisson.

Sverrir segir að hugmyndin að hátíðinni hafi sprottið eftir tónleikaröð sem Magnús hélt árið 2023, sem Bergur hafi einnig komið að og í framhaldinu hafi komið upp hugmynd um að búa til hátíð með tónlist sem þá langaði sjálfa að heyra og flytja.

„Okkur langaði að búa til eitthvað nýtt og setja anga úr mismunandi áttum í tónlistinni í einhvern bræðing.“

Sverrir segir að það sé í raun enginn þráður í þeirri tegund tónlistar sem sé á hátíðinni, heldur komi tónlistin úr öllum áttum og ólíkum tegundum sé einnig blandað saman. Þetta megi til dæmis sjá í viðburði sem haldinn verður í kvöld í Iðnó þar sem indísveitin Supersport! og Flóni halda saman tónleika.

„Þetta eru ekki tónleikar eins og margir gætu haldið, að fyrir hlé sé Supersport! og eftir hlé sé Flóni, heldur eru þau búin að vera æfa saman og eru að spila lög hvers annars. Það er að fara að vera indírokk stemming undir Trappa eða OMG með Flóna og á móti er hann að fara að „riffa“ yfir Supersport! lög. Þannig að það er líka það sem okkur finnst gaman, að skeyta saman einhverjum artistum sem ólíklega væru annars að vinna saman, það er líka ein pælingin með hátíðinni.“

Aðstandendur State of the Art. Mynd Kjartan Hreinsson

Sverrir segir að hátíðin hafi fengið góð viðbrögð, uppselt hafi verið á marga viðburði og greinilegt sé að fólk sé spennt fyrir því að sjá eitthvað nýtt og fjölbreytt. Þó séu einhverjir miðar eftir á tónleika kvöldsins í Iðnó auk þess sem miðar séu til á dansverkið See Instructions sem flutt verður á sunnudag í TBR, húsnæði Tennis og Badmintonfélags Reykjavíkur.

See Instructions er nýtt dansverk fyrir þrjá flytjendur. Tónskáldið, Magnús Jóhann, flytur tónlist verksins á sviði ásamt dönsurum og danshöfundunum Írisi Ásmundar og Karitas Lottu Tulinius. Mynd Kjartan Hreinsson

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á https://www.stateoftheartfestival.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setningin sem Kristbjörg heyrði nýlega og hafði mikil áhrif á hana

Setningin sem Kristbjörg heyrði nýlega og hafði mikil áhrif á hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum