Keppendur í Ungfrú Ísland Teen komu saman á Finnson Bistro í Kringlunni þar sem þær fengu glæsilegan kvöldverð og skáluðu í óáfengum búbblum í Búbbluskála Finsson. Kvöldið gaf stúlkunum kærkomið tækifæri til að slaka á, njóta sín og styrkja hópinn enn frekar í aðdraganda lokakvöldsins þann 21. október.
Ungfrú Ísland Teen er haldin í fyrsta skipti í ár en markmið keppninnar er að vera valdeflandi vettvangur fyrir ungar konur til að auka sjálfstraust, auka framfærni og kynnast öðrum ungum konum á jafningjagrundvelli.
Á keppnistímabilinu taka keppendur þátt í fjölbreyttum viðburðum og verkefnum sem snúast um persónulegan þroska, tjáningu, sjálfsmynd og samvinnu. Kvöldið á Finnson Bistro var hluti af þessari vegferð og nýttist vel til að skapa minningar og jákvæðan hópaanda.
„Það er gaman að sjá stúlkurnar fá tækifæri til að njóta sín saman í fallegu umhverfi og fá smá hvíld frá undirbúningnum,“ sagði Helena O’Connor, Ungfrú Ísland 2025. „Við finnum sterkan kraft og mikinn metnað hjá þessum flottu keppendum.“
Hægt er að fylgjast með keppninni á Instagram og TikTok @missicelandorg