„Það að velja mér próteinríkan morgunmat hefur hjálpað mér að missa 15 kíló. Ég er ekki að grínast. Og þetta er morgunmatur sem ég fæ bara ekki leið á. Ég get borðað þetta aftur og aftur,“ segir Fanney í myndbandi á Instagram.
Fanney fær sér alltaf tvö egg og gríska jógúrt. Ef hún er að borða morgunmatinn heima þá steikir hún eggin á steypujárnspönnu, annars fær hún sér soðin egg.
„Ég set bara íslenskt smjör á pönnuna og læt þetta malla í smá stund,“ segir hún og bætir svo salti við að lokum.
Fanneyju finnst gríska jógúrtin frá Biobú góð og þá sérstaklega vanillu eða kókos. Ef hún fær sér hreina gríska jógúrt þá bætir hún hunangi við. Svo toppar hún skálina með granóla, döðlum, ferskum ávöxtum eða berjum og hnetusmjöri.
Hún sýnir frá því hvernig hún matreiðir morgunmatinn í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Fanney er dugleg að birta alls konar ljúffengar og einfaldar uppskriftir á TikTok. Fylgdu henni hér.
@fskula Nýtt obsession = Liba brauðið 😮💨🔥 Er búin að nota þetta í allt, vefjur, pizzur, naan brauð, quesadillas, samloku í grillið…. 🍕🌯 Þú verður að smakka 😍 Sp | @isam_ehf #gelludinner #lazydinner #íslensktiktok #fyrirþigsíða #íslenskt ♬ original sound – Fanney Skula 💁🏼♀️