fbpx
Mánudagur 17.febrúar 2025
Fókus

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2025 13:30

Rakel, frú Vigdís, Nína Dögg FIlippusdóttir sem leikur Vigdísi á fullorðinsárum og Gísli Örn Garðarsson, leikari og einn eigenda Vesturport Mynd: Rán Bjargar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningum á þáttaröðinni Vigdís lauk á RÚV í gærkvöldi. Þættirnir sem eru fjórir segja eins og flestir vita sögu Vigdísar Finnbogadóttur sem var kjörin forseti Íslands árið 1980 og gengdi embættinu í fjögur kjörtímabil til ársins 1996.

Þættirnir hafa verið lofaðir í hástert af þeim sem horft hafa á og aðstandendur þáttanna, Vesturport, uppskorið mikið hrós fyrir. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og fyrrum þingmaður, gengur lengra og vill að RÚV gangi frá samningi við Vesturpost um gerð árlegra þáttaraða af svipuðu tagi.

„Mikið megum við vera þakklát fyrir þá stórkostlega vel heppnuðu þætti um líf elsku Vigdísar okkar allra, sem haldið hafa okkur hugföngnum undanfarin sunnudagskvöld.
Enn ein fjöður í hatt Vesturportsfólksins sem RÚV mætti nú gjarnan ganga til samninga við um árlegar þáttaraðir af svipuðum toga – samtímasögur sem snerta okkur, mennta og skemmta í senn.“

Sjá einnig: Vigdís er aftur orðin sameiningartákn

Jakob segir að með þáttunum sé verið að svara vaxandi eftirspurn áhorfenda eftir upplifunum sem á ensku eru nefndar EDUTAINMENT – og á íslensku mætti nefna SKEMMTIMENNT.

Segir hann allt við þættina hafa smollið saman sem best mátti verða:

„Stórleikur Nínu Daggar og Elínar Hall, Eggerts Þorleifssonar, Hönnu Maríu og allra hinna, frábær handritsgerð og leikstjórn, kvikmyndataka, speglun tíðaranda í leikmynd, búningum og öðru.
Hafi þetta verkefni markað lokapunkt á farsælum ferli Skarphéðins Guðmundssonar fráfarandi dagskrárstjóra RUV, þá hlýtur þetta að vera afar gefandi hápunktur að kveðja með. Hjartanlega til hamingju aðstandendur allir, RÚV, Stefán Eiríksson og Skarphéðinn Guðmundsson! Takk fyrir okkur og meira svona!!“

Þeir sem eiga eftir að horfa á þættina um Vigdísi og þeir sem vilja horfa aftur geta nálgast þættina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Trent bætti met Gerrard
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gellur landsins í trylltu stuði

Gellur landsins í trylltu stuði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“