fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. september 2025 09:28

Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlegar áskoranir eru eitthvað sem við tökumst öll á við í lífinu. Þær eru miserfiðar og miklar, sumar vara örstutt og aðrar virðast aldrei ætla að yfirgefa okkur. Sumar náum við að tækla ein og óstutt, við aðrar þurfum við aðstoð og leitum okkur aðstoðar eða fáum hana jafnvel óbeðin, aðrar eru svo yfirþyrmandi að við töpum baráttunni.

Á tímum þar sem sífellt oftar er talað um kvíða meðal barna og ungmenna, skort á úrræðum í þeim aðstæðum og ráðaleysi stjórnvalda kemur ungur maður fram með persónulega frásögn drengs sem glímir við mikinn kvíða.

„Með þessari bók vil ég gefa af mér, sérstaklega til barna og unglinga sem feta svipuð spor og ég í baráttu við andleg veikindi. Barátta mín við mikinn kvíða spannar um áratug. Oft féll ég í dimman dal sem erfitt var að ná sér upp úr.“

Þannig kemst Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson meðal annars að orði í inngangi bókar sinnar Ég er ekki fullkominn! Ég stjórna – ekki kvíðinn sem Sæmundur gaf út í apríl.

Sigurður, sem er 25 ára og hefur starfað sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og leiðbeinandi í grunnskóla, segist í störfum sínum hafa lagt mikla áherslu á það að koma vel fram og vera fyrirmynd. „Það er þegar upp er staðið ástæðan fyrir því hversu vel mér hefur vegnað í leik og starfi.“ Sigurður hóf nú í haust nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri.

Um bókina segir á kápu: Ég hef verið á botninum vegna hamlandi kvíða og líka upplifað stórkostlegt tímabil þar sem ég tók miklum framförum. Ég hef á allra síðustu árum verið að upp – skera eftir þá miklu vinnu sem ég lagði á mig. Það er mín von og trú að þessi bók muni koma mörgum að gagni sem glíma við kvíða en einnig þeim sem hafa aldrei upplifað hamlandi kvíða og skilja kannski ekki um hvað málið snýst.

Bókin er að mestu leyti byggð upp á 1. persónu frásögnum sem höfundur hefur upplifað. Aðstæður sem börn og ungmenni þurfa að takast á við, og við fullorðnu getum einnig tengt við, eins og að fara á námskeið, í skólaferðalag, á fyrsta ballið. Höfundur segir frá hvernig og af hverju kvíðinn vill taka yfir og stjórna, hverju hann tapar ef kvíðinn fær að stjórna og hver er ávinningurinn er kvíðinn tekur ekki yfir, og síðast en ekki síst hvernig hann leysti úr í hvert sinn.

Bókin er persónuleg, falleg og einlæg frásögn þar sem höfundur opnar sig upp á gátt við baráttu sína við kvíðann. Bókin er skyldulesning fyrir alla, þá sem glíma við kvíðann eða þekkja til einhverra sem eiga í þeirri glímu, og í raun fyrir alla þá sem hafa áhuga á einstaklingnum, tilveru hans, tilfinningum og líðan. Bókin væri frábær kennslubók fyrir skólabörn og ungmenni.

Sigurður mætti í Bítið í Bylgjunni í byrjun september og ræddi kvíðann sem hamlaði honum í áratug og bókina, hlusta má á viðtalið hér.

Sigurður býður upp á fyrirlestra tengda bókinni og má fylgja honum á Facebook og Instagram.

Útgefandi: Sæmundur 2025.
Innbundin. 72 bls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag