fbpx
Þriðjudagur 15.október 2024
Fókus

Helgi segir muna mestu um góða skapið á efri árum – „Í þessum heimi er stórkostlegt að fá að eldast“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2024 10:59

Helgi Pétursson formaður Félags eldri borgara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn sérstæðasti sérviðburðurinn á RIFF í ár, en hátíðin hefst á fimmtudag, er sýning á heimildarmyndinni Shelf Life (Best fyrir) ásamt ostakynningu frá MS og vínkynningu frá Mekka.  

Þessi angandi menningarviðburður verður í Norræna húsinu föstudaginn 27. september og hefst 18:30 með smakki, en sýningin hefst svo hálftíma síðar og þar munu gestir kynnast hrífandi heimildamynd um matarmenningu og listina að lifa, svo og litríkum og sérfróðum karakterum um allan heim sem allir hafa sitt að segja um þroska, hrörnun, lífið, tilveruna og ostagerðarlistina. 

Að lokinni sýningu verður boðið upp á spjall við Helga Pétursson, formann Félags eldri borgara og sálfræðinginn Sjöfn Evertsdóttur um kosti og gleði þess að eldast, en sjálfur segir Helgi það vera eitt mesta og albesta lífslánið. 

„Ég er samt oftast í góðu skapi og það munar mestu á efri árunum.“ 

„Í þessum heimi er stórkostlegt að fá að eldast, þótt óneitanlega setji hroll að gömlum manni eins og mér þegar litið er til baka. Það syrgir mig óendanlega að okkur mannfólkinu hefur ekkert orðið ágengt. Við virðumst ekki vilja læra af sögunni. Slíkur er ófriðurinn og vargöldin að ég, 75 ára gamall maðurinn, er óttaslegnari en þegar ég var tólf ára á tímum kjarnorkuvár og kaldra stríða,“ segir Helgi. 

„En fjandinn hafi það, ég er samt oftast í góðu skapi og það munar mestu á efri árunum,“ bætir hann við.   

Sem fyrr segir hefst þessi angandi kvikmyndaveisla klukkan 18:30 á föstudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney hneyslar enn og aftur – Snerti á sér einkastaðina og skakaði sér í „twerk“ dansi

Britney hneyslar enn og aftur – Snerti á sér einkastaðina og skakaði sér í „twerk“ dansi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons svarar fyrir meintan perraskap – „Ég stend við allt sem ég sagði“

Gene Simmons svarar fyrir meintan perraskap – „Ég stend við allt sem ég sagði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar óttast að kalt stríð ríki milli hertogahjónanna og þau eigi alvarlegt samtal framundan

Sérfræðingar óttast að kalt stríð ríki milli hertogahjónanna og þau eigi alvarlegt samtal framundan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lögmaður P. Diddy segir að þetta sé erfiðast fyrir hann í fangelsinu

Lögmaður P. Diddy segir að þetta sé erfiðast fyrir hann í fangelsinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“