fbpx
Þriðjudagur 08.október 2024
Fókus

Systirin sem Oasis-bræður vilja ekki vita af stígur fram

Fókus
Sunnudaginn 15. september 2024 16:30

Forsprakkar Oasis. Bræðurnir Liam og Noel Gallagher. Mynd/Simon Emmett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir Oasis-bræðra, þeirra Noel og Liam Gallagher, hefur stigið fram og lýst þvi hvernig bræðurnir heimsfrægu vilja ekkert af henni vita. Emma Davies, sem er 51 árs gömul, fæddist aðeins nokkrum mánuðum á eftir Liam og ólst upp í hverfinu sem bræðurnir bjuggu í.

Faðir bræðranna, Tommy Gallagher, var ekki við eina fjölina felldur og hélt framhjá eiginkonu sinni Peggy, með nágrannakonunni June, móður Emmu. June hafi ekki vitað að Tommy væri giftur og hann hafi sett á svið leikrit til að hylja slóð sína.

Emma hafði ekki hugmynd um bræður sína fyrr en hún var 23 ára gömul og fékk að vita sannleikann. Þá tröllreið plata Oasis-bræðra, (What´s the story)- Morning Glory vinsældarlistum heimsins og keypti Emma sér eintak. Í kjölfarið sagði móðir hennar frá því hver faðir hennar væri og hitti hún í kjölfarið Tommy Gallagher.

„Ég vissi að faðir minn átti önnur börn en ekki hver hann var,“ segir Emma.

Emma Davies þráir að kynnast bræðrum sínum

Endurfundir þeirra voru tilfinningaþrungnir en Emma kveðst þó, í viðtali við Daily Mail, ekki hafa heyrt í föður sínum í 18 ár.

Emma hefur aldrei hitt bræður sína heimsfrægu en segist gjarnan vilja kynnast þeim. Hún sagðist hafa verið tvístígandi með að hafa samband og talið öruggt að þeir myndu telja að hún væri einhverskonar brjálæðingur. Því ákvað hún að stíga fram í viðtali í von um að það myndi koma hlutunum á hreyfingu.

Sonur hennar, og þar með náfrændi Gallagher-bræðra, er mikill aðdáandi Oasis og hann reyndi á dögunum að tryggja sér miða á endurkomu tónleika þeirra á næsta ári. Hann hafi, eins og svo margir, hins vegar ekki náð í gegn og því misst af því tækifæri að sjá frændur sína á sviði.

Emma segir í viðtalinu að hún hafi einu sinni verið nærri því að hitta Liam. Hann hafi dvalið sem gestur eina nótt á hóteli sem hún starfaði á, ásamt þáverandi eiginkonu sinni Patsy Kensit. Hún hafi verið að íhuga að kynna sig en ekki kunnað við það. Þegar Liam yfirgaf hótelið hafi hann skilið eftir bol og geisladisk með Bítlunum sem herbergisþerna hótelsins hafi gefið henni í kjölfarið. Segist Emma enn eiga munina og haldi mjög upp á þá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FókusMatur
Í gær

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Fókus
Í gær

Segja stefna í skilnað og harða forsjárdeilu hjá hertogahjónunum

Segja stefna í skilnað og harða forsjárdeilu hjá hertogahjónunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“