fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Ný kvikmynd byggð á ótrúlegri lögregluaðgerð

Fókus
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 18:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum bandaríska kvikmyndin Trap. Hún fjallar um mann sem fylgir táningsdóttur sinni á popptónleika þar sem þúsundir gesta eru viðstaddir. Maðurinn kemst hins vegar að því sér til mikils hryllings að alríkislögreglan (FBI) ætlar sér að nota tónleikana til að leiða stórhættulegan glæpamann, sem er eftirlýstur, í gildru. Trap er byggð á raunverulegri lögregluaðgerð þar sem stórviðburður var notaður til að leiða fjölda eftirlýstra glæpamanna í gildru.

Myndin er í leikstjórn M. Night Shyamalan sem er þekktur fyrir spennumyndir og hrollvekjur sem enda yfirleitt á óvæntan hátt. Ein þekktasta mynd hans er Sixth Sense sem fjallar um geðlækni og sjúkling hans sem sér dáið fólk.

Shyamalan skrifar einnig handritið að Trap sem hann byggir á lögregluaðgerð í Bandaríkjunum frá árinu 1985 sem var kölluð Flaggskipið ( e. Operation Flagship).

Um 3.000 menn sem voru eftirlýstir fyrir ýmsa glæpi fengu senda boðsmiða á leik Washington Redskins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Með miðunum fylgdi boð um að taka þátt í happdrætti þar sem fyrsti vinningur var ferð á úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl.

Það voru hins vegar löggæsluyfirvöld sem sendu boðsmiðana í rauninni út. Mennirnir voru boðaðir í ráðstefnumiðstöð í Washington borg þar sem þeir áttu að hitta fulltrúa sjónvarpsstöðvar og 120 þeirra þáðu boðið. Sjónvarpsstöðin var hins vegar tilbúningur af hálfu löggæsluyfirvalda. Þegar mennirnir 120 mættu á vettvang voru 100 þeirra handteknir.

Dansað með glæponum

Shyamalan segist hafa heyrt um málið þegar hann var barn og fundist það í raun fáránlegt. Hann segir að til að gera tilbúninginn trúverðugri hafi alríkislögreglumenn og almennir lögreglumenn þóst vera klappstýrur og lukkudýr og dansað og skemmt sér með glæpamönnunum sem tekist hafði að lokka á staðinn.

Mönnunum var loks vísað inn í herbergi þar sem staðfest var að hver þeirra væri raunverulega einn af hinum eftirlýstu glæpamönnum og þeir síðan umkringdir af lögreglumönnum sem handtóku þá einn af öðrum en þó var 20 sleppt.

Margir mannanna sem mættu höfðu einnig verið lokkaðir þangað með símtali þar sem lögð var áhersla á að þeir yrðu að mæta annars myndi vinningurinn þeirra renna til einhvers annars.

Sumir þeirra áttu þó bágt með að skilja hvað hafði gerst. Þegar þeim var ekið í burtu á leið í fangelsi spurðu nokkrir:

„Fáum við samt að fara á leikinn?“

Shyamalan segir það merkilegasta við þessa aðgerð að lögregluyfirvöldum hafi tekist að gabba glæpamennina með þessum hætti og að fá menn sem væru venjulega vel á verði gagnvart öllu sem gæti komið þeim í vandræði til að gleyma því alveg að vara sig.

Hann segir Trap byggða á þessum anda en sé ekki um þessa tilteknu lögregluaðgerð.

Myndin hefur hins vegar fengið misjafnar viðtökur hjá gagnrýnendum.

BBC greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hundruð hjóluðu allsber um Philadelphiu borg – Fyrir umhverfið og líkamsvirðingu

Hundruð hjóluðu allsber um Philadelphiu borg – Fyrir umhverfið og líkamsvirðingu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðahjónin Rún og Trausti fá stundum hnút í magann – „Við áttum okkur á því að þetta verkefni er risastórt“

Ferðahjónin Rún og Trausti fá stundum hnút í magann – „Við áttum okkur á því að þetta verkefni er risastórt“