fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Í mörgum af þeim verkum sem tilnefnd eru í ár er fjallað um tilvistarlegar spurningar er varða lífið og dauðann. Annað endurtekið þema eru tengsl manneskjunnar við náttúruna. Verðlaunahafinn verður kynntur 22. október. 

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Bækurnar fjalla um erfiðleika sem börn og ungmenni glíma við s.s. fjarverandi foreldra, einelti og einsemd en einnig stærri samfélagsleg vandamál á borð við ofbeldi, stríð og flótta. Einnig er snert á yfirráðum manneskjunnar yfir náttúrunni, smæð hennar og ábyrgð en einnig því hvernig náttúran er vettvangur leiks og uppspretta vonar, trausts og vangaveltna. 

Þetta eru verkin sem eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár: 

Ísland
Hrím eftir Hildi Knútsdóttur. Unglingabók, Forlagið, 2023.
Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur (myndhöf.). Barnabók, Forlagið, 2023. 

Danmörk
Per eftir Zenia Johnsen og Signe Parkins (myndhöf.). Myndlýst frásögn, Jensen og Dalgaard, 2023.
Den fantastiske bus eftir Jakob Martin Strid. Myndabók, Gyldendal, 2023. 

Finnland
Laske salaa kymmeneen eftir Laura Lähteenmäki. Skáldsaga fyrir börn, WSOY, 2023.
Skelettet eftir Malin Klingenberg og Maria Sann (myndhöf.). Myndabók, Schildts & Söderströms, 2022. 

Færeyjar
Toran gongur eftir Rakel Helmsdal. Myndabók, Bókadeild Føroya Lærafelags, 2023. 

Grænland
Manguaraq eftir Christian Rex. Myndasaga, Ilinniusiorfik, 2023. 

Noregur
Udyr eftir Ingvild Bjerkeland. Spennusaga, Cappelen Damm, 2023.
Oskar og eg eftir Maria Parr og Åshild Irgens (myndhöf.). Upplestrarbók fyrir börn, Samlaget, 2023. 

Samíska málsvæðið
Hamburgerprinseassa – Eallá dušše oktii eftir Saia Stueng. Unglingabók, Davvi Girji, 2023. 

Svíþjóð
Någons bror eftir Viveka Sjögren. Myndabók, Vombat förlag, 2023.
Bror eftir Alex Khourie. Unglingaskáldsaga, Rabén & Sjögren, 2023. 

Álandseyjar
Freja och huggormen eftir Fredrik Sonck og Jenny Lucander (myndhöf.). Myndabók, Förlaget, 2023.

Það var dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum sem tilnefndi verkin til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“