fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Kókaín kjaftasagan stakk mest: „Ég pissaði í bolla, dýfði testinu ofan í og bara: Gjörðu svo vel!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 3. mars 2024 19:58

Kleini og Hafdís. Mynd/Instagram @hafdisbk @kleiini

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og áhrifavaldaparið Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Parið hefur haldið sig til hlés frá sviðsljósinu undanfarna mánuði, sérstaklega Kleini sem hefur verið í pásu frá samfélagsmiðlum síðan í lok júlí í fyrra. Í þættinum ræða þau hvað þau hafa verið að bralla undanfarna mánuði, hvað sé fram undan og margt fleira. Þú getur horft á brot úr þættinum hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni. Þú getur einnig hlustað á Spotify, Apple Podcasts eða Google Podcasts.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn á Spotify, Apple Podcasts eða Google Podcasts.

Talið berst að kjaftasögum. Hver er algengasta ranghugmyndin sem fólk hefur um ykkur?

„Kókaínfíkill,“ svarar Hafdís strax og hlær. „Við fáum að heyra allt.“

„Já, það hefur verið sagt að þú sért djúpt sokkin í undirheima kókaínsins,“ segir Kleini við Hafdísi og hún hlær.

Hafdís og Kleini eru gestir vikunnar í Fókus.

„Það er eiginlega ekki hægt að segja eitthvað eitt en það hafa allir eitthvað að segja og það er alveg sama hvað maður reynir að leiðrétta eða sanna eða eitthvað. Fólk hefur alltaf ákveðna hugmynd um þig,“ segir Hafdís.

„Ég var svo ógeðslega reið því þetta var komið í strákana mína. Þegar þetta kemur í börnin mín þá er eitthvað sem gerist inni í mér. Ég tók U-beygju með strákinn minn í bílnum í apótekið, náði í pissutest, brunaði heim, pissaði í bolla og dýfði ofan í og bara: Gjörðu svo vel!

Hann sagði: „Mamma, ég veit alveg að þú ert ekki í neyslu…““

Hafdís segist meðvituð um að hún geti ekki stjórnað hvað aðrir hugsa en hún dregur línuna við börnin sín.

„Þetta gerir mig svo ótrúlega reiða og sára þegar það er verið að fara í börnin mín. Þetta er örugglega það eina sem hefur stungið mig en það allt sagt um okkur. Guð minn almáttugur, og ef við erum að reyna að leiðrétta það eða taka það inn á okkur þá færum við ekki út úr húsi.“

Þau ræða þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Kleina hér og Hafdísi hér á Instagram. Þau eru einnig á TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Hide picture