fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Myndaskandall Katrínar: 8 ára mynd dregin fram í sviðsljósið í kjölfar samsæriskenninga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2024 09:30

Katrín og börn hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina birti breska hirðin mynd af Katrínu krónprinsessu og börnum hennar í tilefni mæðradagsins og það er óhætt að segja að myndin hafi sett internetið á hliðina.

Myndin var upphaflega birt á Instagram-síðu Katrínar og Vilhjálms Bretaprins og stuttu síðar var hægt að ná í myndina á öllum helstu ljósmyndaveitum. Stuttu síðar afturkölluðu veiturnar myndina því það hafði einhver „átt við hana.“ Krónprinsessan steig stuttu síðar fram og viðurkenndi sök.

Undanfarið hafa samsæriskenningar verið á sveimi um heilsu Katrínar og hefur þetta myndafíaskó aðeins ýtt undir þær kenningar,

Sjá einnig: Helstu ljósmyndaveitur afturkalla nýjustu myndina af Katrínu krónprinsessu – Þetta er ástæðan

Samsæriskenningar

Katrín gekkst undir kviðarholsaðgerð í janúar og var tveimur vikum seinna útskrifuð af einkarekinni heilsugæslustöð í Lundúnum. Í tilkynningu frá Kensingtonhöll á sínum tíma kom fram að Katrín myndi vera frá í nokkra mánuði og myndi ekki snúa aftur til konunglegra starfa fyrr en eftir páska. Í lok febrúar átti Vilhjálmur að mæta í minningarathöfn guðföður síns, Konstantíns II, konung Grikklands, en hætti við með stuttum fyrirvara. Margir töldu þetta skýra vísbendingu um að heilsu Katrínar hafði hrakað og að Vilhjálmur þyrfti að vera hjá henni.

Samsæriskenningar fóru á flug, eins og að hún væri fárveik að berjast fyrir lífi sínu, þar sem engin formleg skýring barst brá Kensingtonhöll.

Katrín virtist reyna slökkva í þessum kenningum með því að láta sjá sig opinberlega fyrir viku síðan, í fyrsta sinn í tvo mánuði.

Sjá einnig: Lét sjá sig í fyrsta sinn í tvo mánuði og afsannaði villtar samsæriskenningar

The newly released photo of Kate Middleton and her children was pulled by four major international picture agencies. Picture: Prince of Wales / Kensington Palace

Segir bresku hirðina hafa notað gamla mynd

Eins og fyrr segir hefur umrædd mynd af Katrínu og börnum hennar vakið gríðarlega athygli og virðast allir og amma þeirra hafa einhvers konar kenningu um hvað sé málið. Katrín birti yfirlýsingu í gær og viðurkenndi að hafa átt við myndina. Það hefur aðeins hellt olíu á eldinn hjá samsæriskenningasmiðum. Kenningin sem hefur fengið hvað mestar undirtektir er að Katrín hafi notað gamla mynd af sér, mynd sem var á forsíðu Vogue árið 2016.

„Mín niðurstaða er sú að þeir tóku andlit hennar úr Vogue myndatökunni og settu það á nýju myndina,“ sagði Ruby Naldrett, starfsmaður hjá Daily Mirror og Daily Star.

Kate Middleton's British Vogue cover from 2016.

Identical or just similar? Social media is erupting over a theory Kate Middleton’s 2016 Vogue cover photo (right) was superimposed into her latest family snap (left)

Sumir netverjar voru sammála en aðrir bentu á að myndin væru svona lík einfaldlega því þetta væri sama konan.

„Bíddu, ertu að segja að mynd af Katrínu hertogaynju sé lík annarri mynd af Katrínu?“ sagði einn kaldhæðinn netverji.

„Þetta er bara sama andlitið með sama brosið, því þetta er sama konan,“ sagði annar.

Afturkölluðu myndina

Helstu ljósmyndaveitur heims, þar á meðal Getty, Reuters, AP og AFP, dreifðu myndinni en sendu síðan skilaboð til fréttamiðla um að hætta að nota hana vegna þess að líklega hafi verið „átt við hana“.

Katrín tók á sig sökina í kjölfarið. „Eins og margir áhugaljósmyndarar þá á ég til með að prófa mig áfram að breyta myndum. Ég vil biðjast afsökunar á ruglingnum sem myndvinnslubreytingar mínar orsökuðu. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag.“

Skjáskot/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Svona leit hún út fyrir breytingarnar
Fókus
Í gær

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“