fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fókus

Lét sjá sig í fyrsta sinn í tvo mánuði og afsannaði villtar samsæriskenningar

Fókus
Þriðjudaginn 5. mars 2024 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa samsæriskenningar verið á sveimi um heilsu Katrínar hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins.

Hún gekkst undir kviðarholsaðgerð í janúar og var tveimur vikum seinna útskrifuð af einkarekinni heilsugæslustöð í Lundúnum. Í tilkynningu frá Kensingtonhöll á sínum tíma kom fram að Katrín myndi vera frá í nokkra mánuði og myndi ekki snúa aftur til konunglegra starfa fyrr en eftir páska. Síðast sást til hennar opinberlega um jólin í fyrra.

Í lok febrúar átti Vilhjálmur að mæta í minningarathöfn guðföður síns, Konstantíns II, konung Grikklands, en hætti við með stuttum fyrirvara. Margir töldu þetta skýra vísbendingu um að heilsu Katrínar hafði hrakað og að Vilhjálmur þyrfti að vera hjá henni.

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Samsæriskenningar fóru á flug þar sem engin formleg skýring barst brá Kensingtonhöll.

Talsmaður hennar brást við

Talsmaður Katrínar brást við umræðunni í byrjun mars og sagði: „Við vorum skýr með það frá upphafi að prinsessan af Wales yrði fjarri góðu gamni þar til eftir páska og að höllin kæmi bara með uppfærslur af líðan hennar ef eitthvað marktækt á sér stað.“

Hann sagði einnig að líðan hennar væri eftir atvikum góð og að það væri skynsamlegt og eðlilegt að hún tæki sinn tíma til að jafna sig.

„Þetta er góð fyrirmynd fyrir okkur hin, þar sem oft er lagt að okkur að snúa aftur til vinnu eins hratt og auðið er, sem getur valdið okkur skaða. Það er gott fyrir okkur að sjá hana taka sér góðan tíma til að ná sér að fullu áður en hún snýr aftur. Við getum öll lært af þessu“

Þrátt fyrir það hafa samsæriskenningar verið á sveimi, sumar frekar alvarlegar eins og að Katrínar sé í raun saknað og enginn viti hvar hana sé að finna. Eða að hún sé fárveik og að berjast fyrir lífi sínu.

Sjá einnig: Samsæriskenningarnar fljúga – Hvar er Kate Middleton

Sýndi sig og afsannaði samsæriskenningarnar

Katrín ákvað að slökkva í þessum kenningum með því að láta sjá sig opinberlega í fyrsta sinn í tvo mánuði. Það sást til hennar í Berkshire í suðausturhluta Englands í gær, hún var í bíl ásamt móður sinni sem ók bifreiðinni.

„[Hún] leit hraustlega út á meðan þær spjölluðu saman,“ sagði vegfarandi sem sá mæðgurnar í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí