fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Superbowl auglýsingar ársins eru stjörnum prýddar og hver sekúnda kostar stórfé

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurskálin (e. Superbowl) fer fram í dag, en þá takast Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers á í stærsta íþróttakappleik Bandaríkjanna í Las Vegas.

Leikurinn gleður auðvitað íþróttaaðdáendur en það er margt fleira við Ofurskálina sem gleður augu og eyru, skemmtiatriði fyrir leik og í hálfleik og auglýsingaflóðið vekja jafnframt mikla athygli á hverju ári. Auglýsingaslottið kostar sitt, 30 sekúndur kosta 7 milljón dala, en það fyrirtæki láta það ekkert stoppa sig og keppast um auglýsingasplássin og að útbúa auglýsingu sem sker sig frá öðrum. Rúmlega 50 fyrirtæki eiga auglýsingar í ár og keppast um athygli þeirra 100 milljón áhorfenda sem áætlað er að horfi.

Fjölmargar auglýsinganna eru stjörnum prýddar, sem dæmi má nefna að Lionel Messi leikur í auglýsingu fyrir Michelob Ultra og Jennifer Aniston og David Schwimmer í annarri fyrir Uber Eats.

Áhrif Taylor Swift á Super Bowl í ár hafa einnig haft áhrif á auglýsingasölu, þar sem þrír snyrtivörurisar auglýsa í ár, en talið er að kvenkynsáhorfendum muni fjölga vegna veru Swift á Ofurskálinni.

Mörg fyrirtækjanna birta auglýsingar sínar áður en dagur Ofurskálarinnar rennur upp og hér fyrir neðan má sjá margar þeirra, á meðan önnur láta sér duga að birta á leiknum sjálfum.

Booking.com

Tina Fey leikur aðalhlutverkið auglýsingu Booking.com auglýsingu þar sem hún ræður tvífara sinna til að prófa eins marga mismunandi áfangastaði á síðunni og hún getur. Jane Krakowski og Glenn Close stíga inn til að hjóla fyrir hana og versla fyrir hana á Rodeo Drive.

„Með svo mörgum valmöguleikum geturðu bókað hver sem þú vilt vera.“

Bud Light

The Wall Street Journal greinir frá því að Bud Light auglýsingin sé 60 sekúndur, þannig að bjórframleiðandinn borgar 14 milljónir dala fyrir. Auglýsingin kynnir okkur fyrir Bud Light andandum sem lætur drauma þína rætast, hvort sem það er að vera fáránlega ríkur eða eiga
epískt kvöld með uppáhalds stjörnunum þínum. NFL goðsögnin Peyton Manning og rapparinn Post Malone koma fram í partýsenunum.

Budweiser

Anheuser-Busch splæsir einnig 14 milljónum dala á 60 sekúndna auglýsingapláss til að auglýsa Budweiser. Hinir ástsælu og hefðbundnu Clydesdales hestar eru mættir aftur í nostalgíuauglýsingu þar sem útlit er fyrir að snjóstormur hindri sendingu á bar í litlum bæ.
Labrador leiðbeinir hestunum við að bjarga deginum og hjálpa Budweiser að koma afhendingunni til skila við ánægju bæjarbúa.

BMW

Christopher Walken fer með aðalhlutverkið í BMW Talkin like Walken auglýsingunni, þar sem hann leikur sjálfan sig þar sem hann hittir fjölda fólks sem allir reyna að líkja eftir honum. Leikkokan Ashley Park í Emily í París og söngvarinn Usher, eru þar á meðal. En Usher mun einmitt sjá um hálfleikssýninguna í ár.

Auglýsingunni lýkur með yfirskriftinni „Það er aðeins einn Christopher Walken. Og aðeins ein fullkomin akstursvél.“

„Staðreyndin er sú að allir hafa Walken áhrif. En það er bara eitt frumeintak,“ sagði Rich Silverstein, auglýsingaframleiðandi.

Doritos

Tvær ömmur taka þátt í bílaeltingaleik við leikara Top Gun: Maverick, Danny Ramirez, en hann tók síðasta Doritospokann úr verslunarhillu. Ömmurnar elta hann á hlaupahjólum sínum áður en þær fara í zipline til að sparka Ramirez í gólfið og ná pokanum. Þegar þær halda að þær hafi pokann út af fyrir sig birtist leikkonan Jenny Ortega og hrifsar hann úr höndum þeirra.

„Gríptu þinn poka áður en Dina & Mita gera það.“

Dove

Snyrtivöruframleiðandinn Dove byrjar sína auglýsingu á að spila lagið It’s the Hard Knock Life yfir myndskeiðum af stúlkum sem lenda í óhöppum í íþróttum. Ung stúlka skoðar sjálfa sig gagnrýnum augum í speglinum til að ýta undir skilaboð Dove um að það sé lítið sjálfstraust sem leiði til þess að stúlkur hætta í íþróttum, ekki óhöppin.

DoorDash

DoorDash tekur óvenjulega nálgun með auglýsingunni sinni og auglýsir verðlaunaleik. Það er að bjóða einum áhorfanda möguleika á að vinna allt sem önnur fyrirtæki auglýsa meðan á leiknum stendur, þar á meðal BMW, Doritos og jafnvel majónes.

Auglýsingin hvetur áhorfendur til að „heimsækja doordash-all-the-ads.com til að fá tækifæri til að vinna allt frá stærsta viðburði fótboltans“ og nota kynningarkóðann dagsins til að eiga möguleika á að vinna.

Etsy

Netmarkaðurinn Etsy auglýsir nýjan gjafa“hnapp„ sem hjálpar kaupendum að finna gjafir fyrir vini og ástvini. Í auglýsingunni reyna Bandaríkjamenn að finna út hvað eigi að gefa Frökkum til að þakka þeim fyrir Frelsisstyttuna. Þeir ráðfæra sig við Etsy og versla að lokum risastórt ostaborð sem vekur mikla hrifningu Frakka.

Google

Google fær áhorfendur til að draga fram vasaklútana með auglýsingu sinni með blindum manni þegar hann notar nýja „Guided Frame“. Guided Frame er nýr valmöguleiki sem notar hljóð, hreyfimyndir og titring til að hjálpa notendum að taka myndir og fanga augnablik í lífi sínu. Auglýsingin sýnir blinda leikstjórann Adam Morse fá hjálp við að taka myndir af hundinum sínum og kvöldmat og taka sjálfsmyndir.

Hellmann’s

Í auglýsingu Hellmann’s majónesrisans uppgötvar Kate McKinnon að kötturinn hennar getur talað, en þó aðeins eitt orð, May-ow. Kötturinn gerir eiganda sinn frægan og veldur æði í majóneskaupum, auk þess sem McKinnon byrjar að deita Pete Davison.

Michelob Ultra

Lionel Messi leikur í sinni fyrstu Super Bowl auglýsingu þar sem hann sýnir fótboltahæfileika sína og hollustu sína við Michelob Ultra. Í auglýsingunni gengur Messi inn á strandbar og spilar fótbolta á ströndinni. Hann fær stoðsendingu frá NFL-stjörnunni Dan Marino og leikarinn Jason Sudeikis úr Ted Lasso kemur einnig við sögu.

Mountain Dew

Aubrey Plaza reynir sig við slagorð drykkjarvörumerkisins „having a blast„ eða að eiga frábæra stund. Plaza segir að neysla Mountain Dew geti lífgað upp á allar aðstæður. Hún fer í sundlaugarpartý, ferðast í lyftu, fer á diskótek og flýgur meira að segja á dreka með mótleikara sínum í Parks and Recreation, Nick Offerman.

M&M’s

Í auglýsingu M&M sýnir súkkulaðifyrirtækið nýja hringinn sinn sem það segir að það muni gefa keppendum í ofurskálinni. Með aðstoð frá Dan Marino, Terrell Owens og Bruce Smith segja súkkulaðiframleiðendurnir að þeir hafi breytt hnetusmjöri M&M í demanta. Scarlett Johansson mætir til aðstoðar.

Oreo

Auglýsing Oreo sýnir hvernig fólk hefur í gegnum söguna notað Oreo til að taka erfiðar ákvarðanir. Kris Jenner notar tæknina í upphafi ársons 2000 til að ákveða hvort fjölskylda hennar eigi að koma fram í nýjum raunveruleikaþætti.

Paramount+

Patrick Stewart fer með aðalhlutverkið í auglýsingu Paramount+ þar sem hann og aðrar persónur reyna að komast yfir „afþreyingarfjall“. Drew Barrymore og Survivor þáttastjórnandinn Jeff Probst, auk teiknimyndapersónunnar Peppa Pig koma einnig við sögu.

Popeyes

Skyndibitakeðjan Popeyes skellti sér á 60 sekúndna auglýsingapláss með leikaranum og grínistanum Ken Jeong, sem hefur verið frystur í 52 ár svo hann gæti lifað þar til besti kjúklingavængurinn hefur verið fundinn upp. Þegar hann vaknar uppgötvar hann Popeyes kjúklingavænginn sem og ökumannslausa bíla, dróna og nuddstóla.

Pringles

Afgreiðslumaður bensínstöðvar bendir á að Chris Pratt með yfirvaraskegg líti út eins og Pringles-maðurinn. Hún deilir mynd af honum á netinu sem verður „viral.“ Yfirskriftin er: „Hvað gerist þegar Chris Pratt stækkar og lítur allt í einu út eins og herra P? Jæja, heimurinn getur ekki afséð það.“

Starry

Pepsi auglýsir drykk sinn, Starry, í fyrsta sinn á Super Bowl með þessari auglýsingu þar sem rapparinn Ice Spice er að glíma við sambandsslit. Ice Spice eyðir tíma með Starry sítrónu- og lime-persónum undir merkinu: „Það er kominn tími til að sjá aðra gosdrykki“.

T-Mobile

Jason Momoa sýnir sönghæfileika sína í T-Mobile auglýsingu fyrir Super Bowl. Zach Braff og Donald Faison bjóða leikarann ​​velkominn í hverfið sitt með söng og dansi.

Uber Eats

Auglýsing Uber Eats er sú stjörnuprýddasta af þeim sem sýndar hafa verið í ár. Jennifer Aniston og David Schwimmer fara með aðalhlutverk, en eins og sjónvarpsáhorfendur vita þá léku þau eitt ástsælasta par skjásins, Rachel og Ross í sjónvarpsþáttunum Friends. David og Victoria Beckham koma einnig fram ásamt fleiri. Í auglýsingunni kemur fram sú forsenda að til að muna hvað Uber Eats skilar þarftu að gleyma einhverju öðru og „búa til smá pláss í heilanum“. Jennifer Aniston gleymir hver David Schwimmer er á meðan Victoria Beckham gleymir nafninu á Spice Girls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum