fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Ljósbrot hlýtur sjöundu alþjóðlegu verðlaunin

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni SCHLINGEL í Þýskalandi er nýlokið, en hún var nú haldin í 29. sinn.  Á lokaathöfn hátíðarinnar var tilkynnt að kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hafi hlotið verðlaun Samtaka Evrópskra kvikmyndahátíða fyrir yngri áhorfendur. 

Daniela Adomat formaður dómnefndar fór fögrum orðum um Ljósbrot í ræðu sinni: „Með naumhyggju og listrænni nálgun fangar Ljósbrot tilfinningalega dýpt og sýnir kraft samkenndar og vináttu á erfiðum tímum.“

Eru þetta sjöundu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.  Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og framundan eru fjölda kvikmyndahátíða. Þá hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni. 

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

„Verðlaun sem þessi gefa kvikmyndum vængi og hjálpa þeim að ná til áhorfenda um allan heim. Við erum þakklát og stolt af okkar fólk sem gerðu myndina að veruleika,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu