fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Fókus

Staðfest vinslit hjá James Franco og Seth Rogen eftir rúmlega tuttugu ára vinskap – Ásakanirnar gerðu útslagið

Fókus
Sunnudaginn 27. október 2024 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir frægu, Seth Rogen og James Franco voru nánir vinir í rúma tvo áratugi, eða allt frá því að þeir léku saman í unglingaþáttunum Freaks and Geeks sem kom út árið 1999.

Þeir gengu í gegnum súrt og sætt saman í gegnum árin, og unnu saman að mörgum verkefnum á borð við kvikmyndirnar Knocked Up, Pineapple Express og The Disaster Artist. En árið 2018 súrnaði vinskapurinn fyrir fullt og allt, það hefur Franco nú staðfest.

Franco ræddi við Variety í vikunni þar sem hann sagðist ekki í nokkru sambandi við Rogen í dag.

„Nei ég hef ekkert talað við Seth. Ég elska Seth, við áttum 20 góð ár saman, en ég reikna með það það sé búið. Og það er ekki eins og ég hafi ekki reynt. Ég hef sagt honum hvað hann skiptir mig miklu.“

Árið 2018 var Franco tekinn fyrir af MeToo-hreyfingunni þegar fimm konur, þar af fjórar sem höfðu verið nemendur hans í leiklist, stigu fram og sökuðu hann um óviðeigandi framkomu.  Tveir þessum fjórum fyrrum nemendum enduðu með að stefna leikaranum fyrir dóm, en málinu var lokið með dómsátt árið 2020.

Margir veltu fyrir sér hvað Rogen þætti um ásakanirnar. Það varð ljóst í viðtali sem Rogen fór í hjá Sunday Times árið 2021 þar sem hann sagðist ekki hafa nokkur áform um að vinna aftur með Franco.  Í því samhengi sagði hann:

„Ég get sagt ykkur það að ég fyrirlít ofbeldi og áreitni og ég myndi aldrei hylma yfir eða fela framkomu nokkurs manns sem slíku beitir, eða viljandi koma manneskju í aðstæður þar sem hún þyrfti að umgangast slíkan mann.“

Þar með liggur fyrir að þó að feril Franco hafi jafnað sig eftir ásakanirnar þá gerði vinskapurinn það ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni