fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

O (Hringur) í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. október 2024 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Valladolid á Spáni tilkynnti nú fyrir stuttu að O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson hefði hlotið verðlaun sem Besta evrópska stuttmyndin á hátíðinni. Með verðlaununum tekur myndin sjálfkrafa þátt í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.

O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd í keppninni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan.

Það er skammt stórra högga á milli hjá aðstandendum myndarinnar því að þeir standa einnig að baki kvikmyndinni Ljósbrot. En í gær var tilkynnt að Elín Hall hefði hlotið verðlaunin sem besta leikkonan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago.

„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hefur hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem er á bak við myndavélina sem kemur að bæði O og Ljósbrot. Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru gríðarleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð,” segir Rúnar. 

O er fjórða stuttmynd Rúnars sem vekur athygli á heimsvísu. 

Hinar þrjár eru Krossgötu þríleikurinn (Síðasti bærinn, Smáfuglar og Anna) sem hlutu um eitthundrað alþjóðleg verðlaun og fengu einnig ýmsar aðrar viðurkenningar. Til að mynda var Síðasti bærinn tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2006. 

Eftir Rúnar liggja einnig kvikmyndirnar; Eldfjall, Þrestir, Bergmál og Ljósbrot, sem hafa verið valdar á sumar af helstu kvikmyndahátíðum heims og unnið til fjöldan allan af verðlaunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu