fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Brynhildur er komin aftur til Íslands – „Ég er komin til að vera“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. október 2024 15:29

Brynhildur Gunnlaugsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugsdóttir er komin til að vera á Íslandi. Hún hefur undanfarna mánuði verið í Króatíu ásamt kærasta sínum, Dani Koljanin, og dóttur.

Dani er króatískur körfuboltamaður og spilar með KR á Íslandi.

Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gellukast, sem Brynhildur heldur úti ásamt Söru Jasmín, segist Brynhildur ánægð að vera komin á klakann.

„Við tókum pásu [frá þáttagerð]út af því Brynhildur var í Króatíu,“ segir Sara Jasmín. „Það eru svo margir sem halda að þú búir ennþá úti.“

Gaman en mjög heitt

Brynhildur og Dani eignuðust dóttur í desember í fyrra.

Sjá einnig: Brynhildur Gunnlaugs orðin mamma – Hélt meðgöngunni leyndri

„Það er ógeðslega næs að vera í Króatíu en ég var allt of lengi. Út af því það er svo heitt þá þurfti ég alltaf að vera inni því [dóttir mín] er svo lítil. En ég er komin til að vera,“ segir Brynhildur.

Hún segir það ekki rétt það sem margir halda; að hún hafi flutt til Króatíu. Fjölskyldan dvaldi þar bara í sumar. Hún kveðst ekki ætla að endurtaka leikinn á næsta ári.

„Ég verð alltaf á Íslandi á veturna og meira að segja næsta sumar líka. Ég er búin að ákveða að ég nenni ekki að vera þarna aftur.“ segir Brynhildur og bætir við að þó sumarið í Króatíu hafi verið æðislegt þá langi hana að leyfa dóttur sinni að upplifa einnig íslenskt sumar.

„Ég er komin til að vera,“ segir hún.

Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn með Brynhildi og Söru Jasmín hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife