fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Ebba Margrét opnar sig um veikindi – „Nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Ebba Margrét Magnúsdóttir greindist með Parkinson-sjúkdóminn fyrir fimm árum síðan en hana hafði þá grunað þetta í nokkurn tíma. Hún átti þó erfitt með að horfast í augu við greininguna og vildi sem minnst um hana ræða. Nú hefur hún ákveðið að ljúka þessum fimm ára feluleik en frábiður sér alla vorkunn.

Ebba skrifar í grein sem birtist hjá Vísi í dag að lengi hafi hún ekki einu sinni getað sagt orðið Parkinson. Hún kallaði þetta bara „P-dæmið“.

„Ég vildi ekki tala um það eða að neinn nema mínir nánustu hefðu vitneskju um þessi örlög mín,“ skrifar Edda og bendir á að það hafi verið töluvert áfall að greinast aðeins 52 ára gömul með sjúkdóminn og þurfa að endurskipuleggja framtíðaráformin. Edda hafði fyrir greiningu fundið fyrir skjálfta í nokkurn tíma. Innst inni vissi hún hvað amaði að henni en það sé erfitt að horfast í augu við hrörnunarsjúkdóm þegar maður er enn í fullu fjöri.

„En hvernig tekst kona á besta aldri við slík örlög þegar hulstrið er skaddað en hugurinn skarpur? Öflug kona á framabraut ákveður að fara í felur til að tryggja að skjólstæðingar hennar hlaupi ekki á brott.“

Fyrir ári síðan greindist eiginmaður hennar svo með krabbamein, en hann tókst á við sín veikindi með öðrum hætti en Ebba. Hann deildi veikindum sínum með öllum sem heyra vildu. „Hefur ekkert að fela og tekst á við sín örlög með reisn. En ég var ekki tilbúin og gat ekki sagt orðið. Var kannski ekki tilbúin að sætta mig við þessi döpru örlög.“

Ebba segir að nú sé komið að þeim kaflaskilum að hún er hætt að fela sig: „En nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik. Fimm ár í þeim leik eru meira en nóg.“

Hún ætlar að vera bjartsýn um veikindi sín og: „njóta hvers dags og þakka fyrir allt það góða sem lífið hefur gefið okkur. Við viljum ekki vorkum og við erum ekki hætt að skoða konur, skrifa pistla og skíra, gifta og jarða þó að pakkatilboðið skurður og skírn sé ekki lengur í boði. Þökkum fallegar hugsanir og fyrirbænir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist