fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Una slær í gegn á TikTok – Hermir eftir 6 íslenskum söngkonum í einu lagi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. júní 2025 10:05

Una Þorvaldsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband Unu Þorvaldsdóttur hefur slegið í gegn á TikTok. Í myndbandinu syngur Una lagið Rósin með því að herma eftir sex íslenskum tónlistarkonum, allt í einu og sama laginu.

Í myndbandinu hermir Una eftir rödd og stíl Svölu Björgvins, Jóhönnu Guðrúnar, GRDN, Siggu Beinteins, Stefaníu Svavarsdóttur, og Bríetar.

@unathorvalds Hver er ykkar uppáhalds?😅🙈🩷 #eftirhermur #söngkonur ♬ original sound – Una Thorvalds🤍

„Þú getur leyst þær allar af“, skrifar ein kona.

„OMG what an honor!! 😍 Sjúklega vel gert“, skrifar Stefanía við myndbandið og GRDN skilur einnig eftir athugasemd.

„Ótrúlega magnað“, skrifar söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem titlaður hefur verið Eftirhermukóngur Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð