Fyrsti þáttur fór í loftið í dag og er hægt að hlusta á hann hér.
Brynhildur er með um 120 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. Hún stofnaði íþróttavörumerkið Áróra Fitness í fyrra. Hún er í sambandi með körfuboltamanninum Dani Koljanin.
Brynhildur útskýrir af hverju hún hafi ákveðið að halda meðgöngunni leyndri á samfélagsmiðlum.
„Ég semsagt var ólétt og átti núna 4. desember. Litla stelpu, hún er algjört krútt,“ segir hún.
„Ég ákvað að vera ekki með það opinbert. Ég er með allt annað á netinu, eða þú veist, eiginlega. Mig aðallega á netinu. Eins og með Instagram, ég mun aldrei pósta barninu mínu þar. Mér finnst það ógeðslega krípí.“
„Já, líka þegar þú ert komin með ógeðslega marga fylgjendur,“ segir Sara Jasmín.
„Já og það eru bara einhverjir perrar, einhverjir útlenskir perrar. Maður veit aldrei.“
Til að halda meðgöngunni leyndri var Brynhildur mikið erlendis. Hún var meðal annars í Belgíu, Króatíu, Tenerife og París þegar hún var ólétt.
Brynhildur segir að hún hafi átt góða meðgöngu og muni koma til með að ræða um hana og móðurhlutverkið í Gellukast.
Horfðu á fyrsta þátt af Gellukast hér að neðan.
Fókus óskar Brynhildi og Dani innilega til hamingju.