fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Brynhildur Gunnlaugs orðin mamma – Hélt meðgöngunni leyndri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. janúar 2024 12:20

Brynhildur Gunnlaugsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta samfélagsmiðlastjarna Íslands, Brynhildur Gunnlaugsdóttir, er orðin mamma. Hún greindi frá gleðitíðindunum í nýja hlaðvarpsþætti hennar og áhrifavaldsins Söru Jasmínar, Gellukast.

Fyrsti þáttur fór í loftið í dag og er hægt að hlusta á hann hér.

Brynhildur er með um 120 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. Hún stofnaði íþróttavörumerkið Áróra Fitness í fyrra. Hún er í sambandi með körfuboltamanninum Dani Koljanin.

Mun ekki birta myndir af stúlkunni

Brynhildur útskýrir af hverju hún hafi ákveðið að halda meðgöngunni leyndri á samfélagsmiðlum.

„Ég semsagt var ólétt og átti núna 4. desember. Litla stelpu, hún er algjört krútt,“ segir hún.

„Ég ákvað að vera ekki með það opinbert. Ég er með allt annað á netinu, eða þú veist, eiginlega. Mig aðallega á netinu. Eins og með Instagram, ég mun aldrei pósta barninu mínu þar. Mér finnst það ógeðslega krípí.“

„Já, líka þegar þú ert komin með ógeðslega marga fylgjendur,“ segir Sara Jasmín.

„Já og það eru bara einhverjir perrar, einhverjir útlenskir perrar. Maður veit aldrei.“

Til að halda meðgöngunni leyndri var Brynhildur mikið erlendis. Hún var meðal annars í Belgíu, Króatíu, Tenerife og París þegar hún var ólétt.

Brynhildur segir að hún hafi átt góða meðgöngu og muni koma til með að ræða um hana og móðurhlutverkið í Gellukast.

Horfðu á fyrsta þátt af Gellukast hér að neðan.

Fókus óskar Brynhildi og Dani innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“