fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Pálmi sendi vini sínum Sigga Sigurjóns fallega kveðju í gærkvöldi

Fókus
Miðvikudaginn 11. júní 2025 08:30

Siggi Sigurjóns er leikari ársins. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Sigurjónsson, eða Siggi Sigurjóns eins og hann er gjarnan kallaður, var valinn leikari ársins á Grímuverðlaununum, uppskeruhátíð íslenskra sviðslista, í gærkvöldi.

Viðurkenninguna hlaut Sigurður fyrir hlutverk sitt í sýningunni Heim sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu.

Sigurður hefur víða komið við á farsælum ferli sínum í leiklist hér á landi og má segja að hann sé vel að verðlaununum kominn.

Vinur hans, leikarinn Pálmi Gestsson, sendi honum fallega kveðju á Facebook þegar ljóst var að hann væri leikari ársins.

„Mikið óskaplega gladdi það mig ósegjanlega að einn minn besti vinur og félagi í áratugi, einhver besti leikari Íslandssögunnar skuli loksins hafa fengið sína fyrstu Grímu nú þegar hann er að ljúka föstu ævistarfi sínu við Þjóðleikhúsið. Ég veit að hann er hvergi hættur því hann er afar eftirsóttur leikari og í bullandi formi og á eftir að setja mark sitt á íslenskt leiklistarlíf í mörg ár enn. Til hamingju elsku vinur!”

Margir tóku undir þessa fallegu kveðju. „Verðskuldað elsku vinur,“ sagði félagi þeirra úr Spaugstofunni, Randver Þorláksson. „Elska hann,“ sagði Bubbi Morthens.

Pálmi Gestsson er ánægður fyrir hönd vinar síns.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
Fókus
Í gær

Þórdís Elva hefur fundið ástina

Þórdís Elva hefur fundið ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn Michael Madsen látinn

Leikarinn Michael Madsen látinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa