fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fókus

Orlando Bloom eyddi fúlgum fjár í umdeilda læknismeðferð

Fókus
Þriðjudaginn 10. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski leikarinn Orlando Bloom hefur birt athyglisverða mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sést tengdur við vél á læknastofunni Clarify Clinics í Lundunum.

Vélin sem um ræðir á að fjarlægja örplast og eiturefni úr líkamanum og er ekki ókeypis. Meðferðin, sem tekur um tvær klukkustundir, kostar 10 þúsund pund, eða rúmar 1,7 milljónir króna á núverandi gengi. Virtist leikarinn býsna afslappaður þar sem hann sat í hægindastól tengdur við alls konar snúrur.

Í meðferðinni er blóð tekið úr báðum handleggjum og það sett í gegnum skiljunarvél sem á að sjá um að hreinsa óæskileg efni burt. Clarify Clinics er fyrsta stofan í heiminum sem býður upp á þessa þjónustu og hafa forsvarsmenn hennar fullyrt að hægt sé að fjarlægja um 90-99% af örplasti úr blóðinu.

Þá á hún að draga úr bólgum í líkamanum sem sagðar eru tengjast einhverjum tegundum krabbameina og taugasjúkdóma.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að ýmsir læknar hafi sett fyrirvara við meðferðina og efast um hversu gagnleg hún er. Benda þeir á skort á „áreiðanlegum gögnum“ um árangurinn.

„Ég veit ekki til þess að til séu áreiðanleg gögn sem sýna að meðferðin hafi þau áhrif sem fullyrt er. Ég er ekki einu sinni viss um að hún fjarlægi neitt annað en fullt af peningum frá viðkomandi,“ segir Edzard Ernst, heiðursprófessor við Háskólann í Exeter.

Yael Cohen, framkvæmdastjóri Clarify Clinics, blæs á raddir efasemda og segir meðferðina örugga og árangursríka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bianca Censori í nærfötum úr nammi á götum New York

Bianca Censori í nærfötum úr nammi á götum New York
Fókus
Í gær

Leikkonan kemur sambandinu til varnar – Nýja kærastan 18 árum yngri

Leikkonan kemur sambandinu til varnar – Nýja kærastan 18 árum yngri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli Rafn og Sonja selja parhúsið í Reykjanesbæ

Gísli Rafn og Sonja selja parhúsið í Reykjanesbæ
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú þorir er lag um það að taka fyrsta skrefið

Ef þú þorir er lag um það að taka fyrsta skrefið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bergur Þór: „Mér leið eins og þetta væri eina leiðin út“

Bergur Þór: „Mér leið eins og þetta væri eina leiðin út“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birgitta samdi lag um ungan mann sem varð úti á Laugavegi – 11 árum seinna hitti hún bróður hans – „Veistu það, ég fékk svo mikla gæsahúð“

Birgitta samdi lag um ungan mann sem varð úti á Laugavegi – 11 árum seinna hitti hún bróður hans – „Veistu það, ég fékk svo mikla gæsahúð“